Kjúklingasalat með vínberjum og fetaosti í bbq hunangssósuPrenta

Við fáum ekki leið á góðu kjúklingasalati og þetta er eitt af þeim allra bestu. Punktinn yfir i-ið setur ómótstæðileg bbq hunangssósa sem bragðast unaðslega. Borðað með bestu lyst af fjölskyldumeðlimum sem gáfu því hæstu einkunn.

 

 

Kjúklingasalat í bbq hunangssósu
Fyrir 4
1 msk olía
4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry

BBQ sósa
4 msk Hunts bbq sósa
4 hvítlauksrif, pressuð
3 msk hunang
3 msk balsamik edik
2 msk olía af fetaostinum

Salat
1 poki klettasalat
6 sneiðar beikon, skorið í bita og steikt
½ agúrka, skorið í litla bita
12 stk litlir tómatar, skornir í tvennt
vínber, skorin í tvennt
½ rauðlaukur, saxaður smátt
½ krukka feti, frá Mjólka
½ poki nachos, mulið

  1. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingabitana. Saltið og piprið.
  2. Blandið hráefnum fyrir sósuna saman og hellið yfir kjúklinginn og steikið í 1 mínútu. Kælið lítillega.
  3. Setjið öll hráefnin fyrir salatið saman í skál og blandið vel saman..
  4. Setjið kjúklinginn yfir allt og berið fram með nachos og fetaosti.

 

Styrkt færsla.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *