Ljúfar og ljúffengar haframjölskökur sem vekja lukkuPrenta

Þessi ljúfa er búin að vera í tölvunni í dágóða stund og ég var í raun búin að gleyma þessum virkilega góðu haframjölskökur sem innihalda banana, kókosmjöl og súkkulaðibitum eða rúsínum (jafnvel bæði). Krakkarnir hafa gaman af því að baka þessar því þær taka stutta stund í gerð og eru virkilega bragðgóðar. FYI – það er algjörlega óhætt að tvöfalda þessa.

 

img_5947

Leyfið börnunum að hjálpa til við að gera þessar

 

Banana og haframjölskökur
150 g bananar, stappaðir
½ tsk kanill
200 g haframjöl
40 g kókosmjöl
70 g rúsínur eða dökkir súkkulaðidropar
60 ml hlynsýróp
60 ml ólífuolía

  1. Blandið öllum hráefnunum mjög vel saman með því að kreista deigið með höndunum eða setjið í matvinnsluvél.
  2. Mótið deigið í 12 kúlur, setjið á smjörpappír og þrýstið léttilega á þær.
  3. Bakið í 130°c heitum ofni í um 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar að lit.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *