Geggjað risarækjutaco með avacado salsa og kóríandersósuPrenta

Hér er á ferðinni alveg frábær réttur sem hentar svo fullkomlega sem léttur kvöldmatur, hádegismatur og hreint út sagt frábær í saumaklúbbinn eða vinahittinginn með góðu hvítvíni. Léttmarineraða risarækjur með fersku avacadosalsa og ljúfri kóríandersósu. Fyrir þá sem eru mótfallnir kóríander (skamm skamm) þá má vel nota aðrar kryddjurtir eins og myntu eða basilíku. Vínsérfræðingurinn mælir með  STEMMARI, Pinot Grigio.

Risarækjutaco með avacadosalsa og kóríandersósu
Styrkt færsla
Fyrir 4-6
2 pakkar risarækja, t.d. frá Sælkerafiski
2 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif
1 tsk cumin
1 tsk chilíduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk sjávarsalt
límónusafi

Avacadosalsa
250 g kirsuberjatómatar
3 avacado, skorin í bita
1 jalapeno, fræhreinsað og saxað
salt og pipar
safi úr hálfri límónu
ferskt kóríander, saxað

Kóríandersósa
1 dós 5 % sýrður rjómi, frá Mjólka
2 msk smátt saxað kóríander
1 msk límónusafi
12 tortillur

  1. Afþýðir rækjurnar. Hrærið saman ólífuolíu, hvítlauk, cumin, chilí, hvítlauksduft og smakkið til með salti. Setjið rækjurnar saman við og marinerið eins lengi og tími leyfir, frá 10 mínútum í allt að sólahring.
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið rækjurnar á háum hita þar til þær eru orðnar fallega bleikar á lit eða í 4-5 mínútur. Takið af hitanum og kreistið límónusafa yfir rækjurnar.
  3. Gerið avacadosalsa með því að blanda öllu saman og kreista límónu yfir og salta og pipra.
  4. Best er að gera hana rétt áður en rétturinn er borinn fram því annars missir avacadoið sinn fallega lit. En ef þið þurfið að geyma þetta í smá tíma er gott að láta steininn úr avacadoinu í skálina og plastfilmu yfir allt.
  5. Gerið sósuna með því að hræra öllu vel saman.
  6. Hitið tortillurnar og setjið avacadosalsa, risarækjur og sósuna yfir allt. Stráið fersku kóríander yfir og berið fram fersku kóríander.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *