Partý brauðstangir með fetaosti og hunangiPrenta

Erum við ekki alltaf í leit af einföldum partýréttum sem við getum galdrað fram þegar góða gesti ber að garði. Þetta er einn af þessum ofureinföldu en um leið alveg virkilega góðu partýréttum. Fetaosturinn og hunangið gefur honum þennan „wow factor“ og einfaldleikinn heillar. Ef þið eigið ekki hunang er jafnvel hægt að nota hlynsíróp í staðinn.

 

 

Partý brauðstangir með fetaosti og hunangi
Styrkt færsla
1 tilbúið pizzadeig
1 krukka Feti í ólífum og kryddolíu, frá Mjólka
3 stilkar ferskt rósmarín
sjávarsalt
3 msk fljótandi hunang

  1. Fletjið pizzadeigið út í ferhyrning.
  2. Hellið olíunni af fetaosti og setjið í sér skál. Myljið fetaostinn yfir pizzabotninn.
  3. Saxið rósmarín og stráið yfir allt ásamt smá af sjávarsalti.
  4. Hellið að lokum hunangi og 1-2 msk af kryddolíunni af fetaostinum yfir pizzuna.
  5. Bakið í 225°c heitum ofni í 10 mínútur eða þar til osturinn er orðin mjúkur og pizzan stökk.
  6. Skerið niður og berið fram.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *