Hin vinsæla karamelluostaskyrterta hennar HjördísarPrenta

Næsti gestabloggari síðunnar heitir Hjördís Dögg Grímarsdóttir en hún er eigandi vefsíðunnar mömmur.is  þar sem hún hefur birt girnilegar uppskriftir og góð ráð úr kökuheiminum.

 

Hjördís Dögg á heiðurinn af mömmur.is

Ég veit að hún lumar á geggjaðri súkkulaðiköku og smjörkremi sem er virkilega vinsæl í barnaafmælum og vakið lukku. Ég stóðst hinsvegar ekki mátið og fæ að birta uppskrift sem hefur ásótt mig (á góðan hátt) og ég verð að gera núna en það er þessi ómótstæðilega karamelluostaskyrterta. Hún er einföld (sem við elskum)og himnesk á bragðið – eða svo er mér sagt!

Þessi terta slær öllu við!

 

Sjúkleg karamelluostaskyrterta
Botn
2 pakkar hjúpaðar súkkulaðikökur með karamellubragði (kex frá Frón)
100 g smjör

Fylling
1 dós (250 g) Mascarpone rjómaostur
1 stór dós vanilluskyr
2,5 dl rjómi
100 g Síriús rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti

Ofan á
150 gr Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
7 msk rjómi

Skraut
Karamellukurl og brytjað súkkulaði

 

  1. Kexkökurnar eru muldar í matvinnsluvél, smjörið brætt og þetta blandað saman. Kexblandan er sett í botninn á eldföstu móti.
  2. Rjómaostur og skyr þeytt saman.
  3. Rjóminn þeyttur og blandaður varlega saman við rjómaostablönduna.
  4. 100 g rjómasúkkulaðið brytjað gróft og blandað saman við blönduna.
  5. Rjómaostablandan er sett yfir kexbotninn og tertan kæld í frysti í ca. 30-40 mínútur áður en súkkulaðihjúpurinn er settur yfir.
  6. Á meðan tertan kólnar í frysti er súkkulaðið brætt og rjóma blandað saman við. Hrært vel saman og síðan hellt eða smurt yfir kökuna.
  7. Kakan er skreytt með karamellukurli og grófbrytjuðu súkkulaði.
  8. Kakakn er best þegar henni er leyft að bíða í frysti yfir nótt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *