Um okkur

Velkomin á GulurRauðurGrænn&salt!  

grg7

Hér finnið þið uppskriftir að mat í lit..gulur, rauður og grænn því fleiri litir því betra. Uppskriftir sem ég hef prófað, margar þróað og verið ánægð með!

Ég heiti Berglind og er eigandi GRGS ásamt því að vera hjúkrunarfræðingur og gædd þeirri lukku að vera fjögurra barna móðir. Maturinn sem ég elda er litríkur, fjölbreyttur, fallegur, bragðgóður, hollur og næringarríkur..en að sjálfsögðu bregður maður einstaka sinnum útaf vananum þar og sukkar smá….það má!

Á síðunni finnið þið fullt af uppskriftum sem eru einfaldar og fljótlegar og síðan nokkrar sem taka lengri tíma og kalla á rauðvínsglas og góða tónlist meðan dundað er við eldamennskuna.

Börnin mín hafa verið sérstakir aðstoðarmenn í eldhúsinu og tekið að sér dómarahlutverkið þegar ákveða skal hvaða réttir fá að fara inn. Ef uppskriftirnar reynast ekki ásættanlegar kenni ég þeim um!

Kæru matgæðingar, skoðið, eldið, smakkið, njótið og gefið ykkar álit. Það er svo miklu skemmtilegra….og við viljum sko hafa það skemmtilegt!
Ef þið hafið frá einhverju skemmtilegu að segja eða eruð jafnvel með ómissandi uppskrift sem þið viljið deila með okkur hinum ekki hika við að senda mér tölvupóst á netfangið berglind@grgs.is ég mun bara elska það! Öll myndartaka og uppsetning síðunnar er í mínum höndum. Vinsamlegast hafið samband við mig ef ykkur langar að birta uppskrift af síðunni.

 

Hafliði Már Brynjarsson

Hafliði Már er flugmaður hjá WOW og mikill matgæðingur ásamt því að vera áhugamaður um góð vín. Hann er frábær viðbót við GRGS og mun sjá um vínumfjöllunina. Þar mun hann aðstoða lesendur við að finna gæðavín á góðu verði – svona faldar perlur. Einungis toppvín munu rata þar inn svo lesendur geta treyst því að þegar Hafliði mælir með einhverju þá er það „magic“!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *