Döðlu chutney

Home / Lágkolvetna fæði / Döðlu chutney

Þegar maður borðar indverskan mat er það döðlumaukið sem setur punktinn yfir i-ið. Ég er nú sjaldan svo forsjál að muna eftir því að leggja döðlurnar í bleyti í 2 tíma áður en ég elda þær, en hef þess í stað léttsoðið þær þar til þær eru mjúkar og hef ekki fundið neinn mun. Þetta er alltaf jafn mikil snilld.

Döðluchutney
250 g döðlur
hvítlauksrif
1/2 grænn chillí

Aðferð
Döðlurnar eru settar í bleyti í volgt vatn í tvær klst (eða þær léttsoðnar). Geymið hluta af vatninu. Maukið döðlurnar í matvinnsluvél, látið útí hvítlauksrif og chillí. Bætið vatni af döðlunum við þar til maukið verður mátulega þykkt.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.