Gestabloggarinn Högni S. Kristjánsson

Home / Forréttir / Gestabloggarinn Högni S. Kristjánsson

Gestabloggarinn að þessu sinni er matgæðingurinn Högni S. Kristjánsson lögfræðingur. Högni er mikill áhugamaður um matargerð og duglegur að prufa sig áfram með nýja og spennandi rétti og það er ávallt tilhlökkunarefni að vera boðið í mat til hans, enda á maður þar alltaf von á góðu.

Ég er svo glöð með að hann skyldi hafa viljað deila þessari uppskrift með okkur, enda er þessi réttur fyrir mér upphafið að aðventunni. Það er fátt betra en þessi dásamlega rauðlaukssulta og hún er hreint út sagt ólýsanleg með þessari ljúfu kjúklingalifrapaté nú eða sem meðlæti með jólamatnum. Þessi réttur hentar vel sem forréttur eða smárréttur á jólahlaðborðið og svíkur engan.

Kjúklingalifrarpaté
300 gr. kjúklingalifur
250 gr. smjör
10 gr. nítrít salt
10 gr. brandy
10 gr. madeira
10gr. púrtvín
3 greinar Timjan
1 stk heilt eg

Aðferð
Lifrin liggur víninu og timjani í 30-50 mín. Blandan maukuð í matvinnsluvél án timjan. Maukið sigtað vel til að ná sinunum frá. Sett aftur í matvinnsluvélina og blandað ásamt kryddi og eggi. Bræddu smjör (50 gráður) hellt varlega saman við á meðan að vélin vinnur. Sett í form sem plastað hefur verið með filmu. Bakað í vatnsbaði  í 40 mín. við 100 gráður eða þar til patéið hefur náð 71 gráðu í kjarnhita

Engar áhyggjur hafa af því að eiga einmitt ekki þetta vín, það má t.d. nota sherry og romm svo dæmi sé tekið. Framleiðsluna má svo skera niður í minni stykki og frysta.
Rauðlaukssulta
Olía
750 g rauðlaukur (sneiddur smátt)
150 g sykur
Salt
Pipar
3 msk rauðvínsedik
3 msk kirsuberjalíkjör
250 ml rauðvín

Aðferð
Laukur kraumar í olíu í 15-20 mín. Passa að hann brenni ekki, hræra oft. Sykur yfir og kryddað með salti og pipar. Hitinn settur á lægsta og látið krauma í 10 mín, passa að hræra reglulega. Edik og víni skellt saman við og látið krauma án loks þar til blandan er orðin þykk að eigin smekk. Á lokasprettinum má alls ekki gleyma pottinum því þá getur illa farið!!

Kosturinn við þessa uppskrift er að hún passar með mörgu og það má gera hana stóra og eiga afgang. Getur ekki skemmst og hefur þann eiginleika að klárast.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.