Hasselback kartöflur í sætri útgáfu

Home / Grænmetisréttir / Hasselback kartöflur í sætri útgáfu

Sætar kartöflur hafa í nokkurn tíma verið mitt uppáhald og það er gaman að prufa ýmsar útgáfur af þessu frábæra meðlæti. Áður hef ég birt uppskrift af sætum frönskum kartöflum sem leyna heldur betur á sér  ásamt þessari sætu með fyllingu. Báðar uppskriftir sem ég hvet ykkur til að prufa ef þið hafið ekki gert það nú þegar.

En í þetta sinn er komið að hasselback kartöflum í sætri útgáfu með dásamlegri jógúrtsósu. Algjört nammi og gman að prufa hana þessa.

2013-02-22 19.06.26

Hasselback kartöflur í sætri útgáfu
4 sætar kartöflur
2 greinar ferskt rósmarín eða 2 tsk af þurrkuðu
3 msk ólífuolía
3 msk hlynsýróp (marple syrup)
1 tsk þurrkaðar chiliflögur
1 lime
6 msk sýrður rjómi eða ab mjólk
sjávarsalt og pipar

Aðferð

  1. Stillið ofninn á 200°c.
  2. Skerið rákir á kartöflurnar og skerið næstum alveg í gegnum þær.
  3. Saxið rósmarínið fínlega. Látið kartöflurnar á ofnplötu. Nuddið olíu á þær og stráið rósmarín yfir þær og vel af salti og pipar. Reynið að láta sem mest af rósmarín fara í rákirnar.
  4. Bakið í um klukkustund eða þar til þær eru orðnar mjúkar inní en stökkar að utan.
  5. Hellið smá sýrópi yfir kartöflurnar, stráið smá chilí flögur yfir þær og látið svo rúmlega msk af sýrðum rjóma eða jógúrti á kartöfluna.
  6. Kreistið smá lime yfir og borðið af bestu lyst.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.