Súkkulaðikaka með vanillujógúrt

Home / Kökur & smákökur / Súkkulaðikaka með vanillujógúrt

Rigning = leti = súkkulaðikaka!
Ég veit ekki hvað það er en á rigningardögum er nennan oft töluvert minni en á öðrum dögum. Auðvitað ætti maður að rífa sig upp, henda sér í regngallann og gera eitthvað af viti..en nei ég nenni því ekki. Reyndar er löngu hætt að rigna þegar ég skrifa þetta, en samt…..

Ég valdi í staðinn að fara í eldhúsið og skella í þessa ómótstæðilegu súkkulaðiköku. Það er uppskrift að góðum degi.  Súkkulaðikakan inniheldur vanillujógúrt sem gerir það að verkum að hún verður mun mýkri en ella. Hana tekur stutta stund að útbúa og er dásamleg með ískaldri mjólk.

2013-05-19 15.41.46

2013-05-19 15.37.58

Súkkulaðikaka með vanillujógúrt
100 g smjör, við stofuhita
1 1/4 bolli sykur
2 egg
1 3/4 bolli hveiti
2/3 bolli kakó
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
3/4 tsk salt
1 dós (170g) vanillujógúrt
1/3 bolli vatn
1 tsk vanilludropar

Súkkulaðikrem
1 1/2 bolli flórsykur
2/3 bolli kakó
3-4 msk vatn
1 tsk vanilludropar

Aðferð

  1. Blandið saman í skál hveiti, kakói, lyftidufti, matarsóda og salti. Takið til hliðar.
  2. Í aðra skál hrærið saman jógúrt, vatni og vanilludropum. Geymið.
  3. Þeytið vel saman smjör og sykur þar til blandan er orðið létt og ljós. Bætið eggjum út í, einu í einu.
  4. Hrærið helminginn af hveitiblöndunni út í smjör og eggjablönduna og því næst jógúrtblöndunni. Bætið að lokum afganginum af hveitiblöndunni saman við. Hrærið þar til þetta hefur rétt svo blandast saman.
  5. Hellið deiginu í form með smjörpappír og bakið í 175°c heitum ofni í 1 klukkustund. Leyfið að kólna örlítið.
  6. Til að gera súkkulaðikremið hrærið öllum hráefnunum saman og hellið yfir kökuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.