Ítalskur sinnepskjúklingur með rótargrænmeti

Home / Fljótlegt / Ítalskur sinnepskjúklingur með rótargrænmeti

Haustin er tími rótargrænmetis og þá streymir það í búðirnar nýtt og ferskt í öllum regnbogans litum. Það er gaman að elda úr rótargrænmeti og fjöldinn allur af uppskriftum í boði en að þessu sinni ætla ég að koma með skothelda uppskrift af ítölskum sinnepskjúklingi með rótargrænmeti. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð, fljótlegur og alveg dásamlega bragðgóður. Það má leika sér með grænmetið og nota það hugurinn girnist eða það sem til er í ísskápnum hverju sinni.

2013-08-18 19.38.29

Ofureinfaldur kjúklingaréttur
2013-08-18 17.58.09 Kjúklingabringurnar skornar niður og penslaðar

2013-08-18 18.29.41Grænmetið skorið niður og dressingin sett saman við

2013-08-18 19.35.58-2..og eftir um 40 mínútur inní ofni er rétturinn tilbúinn

2013-08-18 19.38.29 2013-08-18 19.43.42

Dásamleg máltíð sem gerist vart einfaldari!

Ítalskur sinnepskjúklingur með rótargrænmeti
3 kjúklingabringur, ég notaði kjúklingabringur frá Rose poultry
60 ml ólífuolía
100 ml dijon sinnep
3 hvítlauksrif, söxuð
1 msk ítalskt krydd
1 stór laukur, skorinn gróflega
1 sæt kartafla, skorin gróflega
3 gulrætur, skornar gróflega
salt og pipar

Aðferð

  1. Blandið saman í skál ólífuolíu, sinnepi og hvítlauknum. Hrærið vel saman.
  2. Skerið bringurnar í þrennt og penslið þær með sinnepsdressingunni. Miðið við að nota í kringum 2-3 msk af dressingunni á bringurnar samtals.
  3. Látið grænmetið í ofnfast mót og saltið og piprið. Hellið sinnepsdressingunni yfir grænmetið og blandið því vel saman. Hitið í ofni í um 20-30 mínútur eða þar til grænetið er farið að mýkjast.
  4. Látið kjúklingabringurnar þá ofan á grænmetið og eldið í kringum 15 mínútur eða þar til kjúklingabringurnar eru gylltar og eldaðar í gegn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.