Bananabrauðið sem börnin elska

Home / Brauð & samlokur / Bananabrauðið sem börnin elska

Á heimilinu óma jólalögin, kveikt er á kertum og ilmurinn sem kemur úr ofninum er himneskur. Heimamenn vita að það er von á góðu því uppáhalds bananabrauð drengjanna minna er í ofninum. Það tók töluverðan tíma að finna bananabrauðið sem þeir gáfu fullt hús stiga en það hófst með þessu dásamlega bananabrauði. Þrátt fyrir að ég tvöfaldaði uppskriftina var bananabrauðið búið á stuttum tíma og stöðugt beðið um meira. Einfalt í gerð með mildu og góðu bananabragði og svo lungnamjúkt… namminamm!

supa-49

Bananabrauð barnanna
1 egg
1 dl púðursykur
3 bananar, vel þroskaðir
5 dl hveiti
1/2 – 3/4 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft

  1. Hrærið saman egg og sykur vel saman í dágóða stund eða þar til blandan er orðin létt og ljós.
  2. Stappið bananana gróflega með gaffli og bæði út í eggjahræruna.
  3. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál og blandið síðan varlega saman við hin hráefnin með sleif.
  4. Setjið í brauðform með smjörpappír og látið í 190°c heitan ofn í 40 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.