Syndsamlega góðar kjötbollur í kókoskarrýsósu

Home / Kjöt / Syndsamlega góðar kjötbollur í kókoskarrýsósu

Ég hef ekki farið leynt með það hversu hrifin ég er af asískri matargerð og þá sérstaklega vegna ferskleika hráefnisins og hollustunnar sem fylgir því að elda og gæða sér á þannig mat. Ég birti um áramótin færslu þar sem ég sagði stuttlega frá ferð fjölskyldunnar til Tælands yfir jólin ásamt því að gefa uppskrift af ótrúlega góðri kjúklingasúpu með rauðu karrý og hnetusmjöri. Það er óhætt að segja að sú færsla hafi slegið í gegn og verið ein af mest lesnu færslum á GulurRauðurGrænn&salt.

Ég hef eftir þessa ferð verið að prufa mig enn frekar áfram með asíska matargerð og það varð mér því mikið gleðiefni þegar mér bauðst að koma á námskeið með Wilson Chung en hann er matreiðslumeistari sem vinnur við að ferðast um heiminn og kennir matreiðslu á Blue Dragon vörunum.

Wilson býr yfir meira en 10 ára reynslu í asískri matargerð og hann notar reynslu sína til að brúa bilið á milli þess sem er ekta asísk matargerðarlist og þeirra asísku matvara sem hægt er að kaupa í verslunum.

IMG_9917Wilson Chung

Wilson hefur verið í þáttunum Ready, Steady Cook í Ástralíu, sem og Masterchef og Celebrity Masterchef í Ástralíu og hefur skrifað um kínverska matargerð í mörgum vel þekktum tímaritum.

IMG_9936
Eldamennskan hafin
Á námskeiðinu voru, ásamt mér, vinninghafar í leik sem Blue Dragon hafði áður staðið fyrir í tilefni að kínversku nýári “ári hestsins”.

IMG_9963Stir fry með lambakjöti og grænmeti tilbúið á nokkrum mínútum

IMG_9996Stir fry með risarækjum og grænmeti

IMG_9971Kjöt og grænmeti í kókosmjólk og rauðu karrý

IMG_9967Salat með ferskum kryddjurtum var algjör winner að allra mati

Á námskeiðinu fræddi Wilson okkur margt sem viðkemur asískri matargerði, kenndi okkur sniðuga tækni við eldamennskuna og síðan elduðum nokkra rétti í sameiningu. Í lokin settumst við síðan niður og gæddum okkur á þessum dásamlegu réttum sem okkur hafði, undir góðri leiðsögn Wilson tekist að elda og þar varð enginn fyrir vonbirgðum enda á ferðinni réttir sem höfðu kostað litla fyrirhöfn en voru enga að síður sérstaklega bragðgóðir og fallegir fyrir augað.

 

Syndsamlegar kjötbollur í kókoskarrýsósu

Eftir námskeiðið hélt ég svo áfram að prufa mig áfram í asísku deildinni, full af innblæstri og eldaði meðal annars þessar syndsamlega góðu heimgerðu kjötbollur sem eru undir asískum áhrifum.

Það er ekki sambærilegt að kaupa tilbúnar kjötbollur út í búð eða að gera þær sjálfur. Það er ótrúlega einfalt að útbúa þær og að mínu mati skemmtilegt og vá hvað þið fáið þessa litlu fyrirhöfn margfalt borgaða til baka. Þessi réttur er svo bragðgóður, hollur og hér er það sósan lyftir þessu upp á allt annað plan….ó hvað þið verðið hreinlega að prufa.

 

IMG_9824Kjötbollurnar látnar malla í sósunni

IMG_9825Dásamlegar

IMG_9868Sósa yfir bollurnar gerir þær bara enn betri

IMG_9879Tilbúnar til að njóta með góðum grjónum

Kjötbollur í kókoskarrýsósu
Fyrir 4-6
3 egg
130 g haframjöl
60 ml mjólk
900 g nautahakk
1 msk rifið engifer, t.d. minched ginger í krukku frá Blue Dragon
1 msk rautt karrýmauk, t.d. red curry paste frá Blue Dragon (má nota grænt – sterkara)
2 msk fiskisósa, t.d. fishsauce frá Blue dragon
1 tsk sykur
20 g kóríander, saxað
1 1/2 tsk salt
2 hvítlauksrif, pressuð
3 vorlaukar, saxaðir smátt
2 msk olía til steikingar, meira eftir þörfum

Kókoskarrýsósa
2 (400 g) dósir kókosmjólk, t.d. coconut milk frá Blue dragon
3 msk rautt karrýmauk
safi úr 1/2 – 1 lime

  1. Blandið saman eggjum, haframjöli og mjólk og leyfið því að standa í um 5 mínútur. Bætið þá nautahakki, engifer, karrýmauki, fiskisósu, sykri, kóríander, salti, hvítlauk og vorlauk úti og blandið þessu öllu mjög vel saman með höndunum. Mótið síðan kjötbollurnar.
  2. Hitið olíuna á pönnu og steikið kjötbollurnar lítillega eða í um 1-2 mínútur á hvorri hlið og bætið við olíu eftir þörfum. Takið þær síðan af pönnunni og geymið.
  3. Gerið sósuna með því að hella kókosmjólk og karrýmauki út á pönnuna og skrapa upp það kjöt sem festist á botninn á pönnunni og blanda saman við.  Látið því næst kjötbollurnar aftur út á pönnuna og leyfið að malla í um 8 mínútur eða þar til kjötbollurnar eru fulleldaðar. Bætið þá lime safanum út í (byrjið á hálfri og bætið síðan við meiri eftir smekk). Saltið og piprið að eigin smekk og berið fram með hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.