Fimm stjörnu wok í ostrusósu

Home / Fljótlegt / Fimm stjörnu wok í ostrusósu

Það er langt síðan ég hef komið með uppskrift af góðum “styr fry” rétti en þannig uppskriftir eru einmitt í miklu uppáhaldi þar sem þær taka ekki langan tíma og í rauninni hægt að nota það sem fyrirfinnst í ísskápnum hverju sinni.  Þið sem eigið ekki sherrý að þá má sleppa því stigi, en það að marinera kjötið í sherry gefur kjötinu svona extra something. Hér nota ég lambakjöt sem smellpassaði með réttinum en það er líka hægt að nota kjúkling eða naut, nú eða gera þetta að grænmetisrétti.

IMG_7258

IMG_7268

 

IMG_7295

IMG_7302

Kínverskur wok réttur með lambakjöti og grænmeti í ostrusósu
Fyrir 4
5-600 g lambalundir eða fillet, skorið í litla bita
80 ml sherrý
1 tsk salt
1 laukur, skorinn gróflega
6 þunnt skornar engifersneiðar
3 hvítlauksrif, söxuð
80 ml grænmetisolía

Sósa
2 msk ostrusósa, t.d. oyster sauce frá Blue dragon
2 msk sykur
2 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon
2 msk edik
½ tsk sesamolía, t.d. frá Blue dragon
4 msk vatn

  1. Grænmeti að eigin vali, líka gott að hafa kasjúhnetur.
  2. Skerið kjötið í litla bita og látið liggja í sherry og salti í um 30 mínútur.
  3. Hitið helminginn af olíu á pönnunni þar til hún er orðin vel heit. Bætið þá helminginn af kjötinu út á pönnuna og steikið í um 30 sek. Takið af pönnunni og steikið hinn helminginn af kjötinu og takið svo af pönnunni.
  4. Bætið restinni af olíunni út á pönnuna og steikið lauk, engifer og hvítlauk í nokkrar mínútur en hrærið reglulega í svo hvítlaukurinn brenni ekki. Bætið öllu grænmetinu saman við og steikið þar til farið að mýkjast. Bætið þá kjötinu og sósunni saman við og steikið þar til lambið er farið að mýkjast.
  5. Berið fram með hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.