Silungur með spínati og kókosmjólk

Home / Fiskur / Silungur með spínati og kókosmjólk

 

1.12. Silungur með spínati og kókos

Silungur með spínati, kókos og sætri kartöflu
Silungur og sætar kartöflur eru ekki bara lík á litinn heldur er ást og samlyndi með þeim í matargerð á við bestu hjónabönd. Hér hvílir silungurinn á spínatbeði þegar kartaflan kemur og þekur hann, síðan sjá sósan og hitinn um að líma allt saman. Kókosmjólkin og karrímaukið gefa skemmtilega skæra og austræna tóna í þennan rétt. Þetta er hlægilega fljótlegur en jafnframt „stór“ og góður réttur sem stendur fyrir sínu sem aðalréttur við flestar kringumstæður. Og síðast en ekki síst auðvitað meinhollur líka!


Fyrir 4
Eldunartími 40 mínútur
7-800 g silungur
1 sæt kartafla, léttsoðin og skorin litla í teninga
1/2 poki ferskt spínat
1/2 dós kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
1 tsk rautt karrímauk, t.d. red curry paste frá Blue dragon
1 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue dragon
safi af 1/2 límónu
1 msk agave sýróp
salt og pipar

  1. Smyrjið ofnfast með með olíu. Látið spínat í botninn á mótinu og silunginn ofan á það. Dreifið sætu kartöflunni yfir allt og saltið og piprið.
  2. Blandið saman kókosmjólk, karrímauki, fiskisósu, límónusafa og agave sýrópi og hellið yfir réttinn. Eldið við 200°C  í 30 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.