Karmellusúkkulaði *Hráfæði *Hollusta

Home / Fljótlegt / Karmellusúkkulaði *Hráfæði *Hollusta

Við erum alveg að keyra á hollustuna “full force” þessa dagana. Það þýðir hinsvegar ekki að við séum ekki að njóta, því áfram er verið að gæða sér á góðum mat og jú sætindin eru bara í hollari kantinum. Þetta hráfæði-karmellusúkkulaði er hreinn unaður.  Karmellusúkkulaðið er einfalt að gera, meinhollt og hefur nú þegar slegið í gegn.

IMG_1264

IMG_1300

IMG_1269

 

Karmellusúkkulaði
22-25 stórar döðlur, mjúkar og steinlausar
60 ml kókosolía (hituð þar til fljótandi)
2 msk möndlusmjör (eða hnetusmjör)
2 tsk vanilludropar
1/4 tsk sjávarsalt
20-50 g kókosmjöl

Súkkulaðihjúpur
30 g kakó
60 ml kókosolía
2 msk hlynsýróp

  1. Setjið döðlurnar, kókosolíu, möndlusmjör, vanilludropa og sjávarsalt í matvinnsluvél og maukið vel saman í um 1-2 mínútur eða þar til karmella hefur myndast.
  2. Setjið karmelluna í skál og blandið kókosmjöli saman við. Magn eftir smekk, ætli ég láti ekki ca. 20-30 grömm.
  3. Mótið karmelluna í litla bita og látið á smjörpappír. Frystið í um 20 mínútur..
  4. Gerið súkkulaðihjúpinn með því að setja kakóduft, kókosolíu og hlynsýróp saman í skál og hræra vel saman.
  5. Dýfið því næst karmellubitunum ofaní súkkulaðið og setjið á smjörpappír. Látið í frysti í um 15 mínútur áður en þið gæðið ykkur á þessari dásemd. Geymið bitana í kæli eða frysti.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.