Einfalt og ómótstæðilegt kínóa sushi

Home / Fljótlegt / Einfalt og ómótstæðilegt kínóa sushi

Ég á marga uppáhalds rétti sem ég elda aftur og aftur og aftur á milli þess sem ég reyni að elda eitthvað nýtt. Þennan eldaði ég fyrir nokkrum vikum síðan í fyrsta skipti og hef gert hann of oft síðan þá og fæ ekki nóg. Þetta er frábært sem nesti í hádeginu eða sem léttur og næringarríkur kvöldmatur sem manni líður svo ótrúlega vel af. Kínóa sushi er ofureinfalt í gerð og svo ógurlega gott og hentar sérstaklega vel fyrir sushielskendur sem eru til í að prufa eitthvað nýtt.

IMG_5094

IMG_5108

IMG_5125

 

IMG_5132

IMG_5135

Kínóasushi
1 bolli (190 g) kínóa, soðið í 2 bollum af vatni (480 ml)
3 msk hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon
1/2 tsk sykur (eða nokkrir stevíudropar)
4-5 nori blöð, t.d. frá Blue dragon
1 sæt kartafla
1 handfylli spínat
vorlaukur
sesamfræ
wasabi, t.d. frá Blue dragon
soyasósa, t.d. frá Blue dragon

  1. Skerið kartöflurnar í strimla, veltið upp úr olíu og setjið á bökunarplötu. Eldið við 175°c heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
  2. Hrærið hrísgrjónaediki og sykri (eða stevíu) saman. Sjóðið kínóa og þegar að er fullsoðið bætið þá hrísgrjónaedikinu saman við.
  3. Smyrjið einn enda noriblaðs með örþunnri línu af wasabi. Setjið kínóa yfir og raðið svo spínati, sætri kartöflu, vorlauk og sesamfræ og rúllið þessu svo upp og skerið í sneiðar.Hér má að sjálfsögðu nota grænmeti að eigin vali og á tyllidögum er nú huggulegt að byrja á að smyrja þunnri línu af philadelphia rjómaosti yfir noriblaðið, hægt að bera fram með laxi eða elduðum kjúklingi og jafnvel setja smá steikan lauk þegar allt grænmetið er komið (trúið mér þið verið ekki fyrir vonbrigðum). Berið fram með sultuðum engifer og soyasósu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.