Það er viðeigandi á þessum dásamlega bolludegi að birta uppskrift af sænskum kjötbollum í brúnsósu, sem við elskum öll. Kjötbollurnar og sósan, borin fram með kartöflumús og tytteberjasultu er fullkomnun ein og ég tala nú ekki um þegar börn eiga í hlut. Hér verða allir sáttir og njóta vel!
Sænskar kjötbollur
Gerir um 24 stk
2 msk olía
1 laukur, saxaður
500 g nautahakk
500 g svínakjöt
½ bolli brauðmylsnur
2 eggjarauður
¼ tsk múskat
¼ tsk allrahanda krydd (allspice)
salt og pipar
Sósa
4 msk smjör
40 g hveiti
480 ml nautasoð
170 g sýrður rjómi
salt og pipar
fersk steinselja, söxuð
- Steikið lauk upp úr 1 msk af olíu á pönnu þar til hann er farinn að mýkjast eða í um 2 mínútur.
- Setjið nautahakk og svínakjöt, brauðrasp, eggjarauður, krydd og laukinn saman í skál, blandið vel og mótið bollur.
- Setjið 1 msk af olíu á pönnu og brúnið kjötbollurnar á öllum hliðum eða í um 4-5 mínútur. Takið af pönnunni og leggið á eldhúsrúllu.
- Gerið sósuna með því að bræða smjör á pönnu. Hrærið hveiti saman við í um eina mínútu. Hrærið síðan nautasoði og hitið. Hrærið stöðugt í sósunni í 1-2 mínútur eða þar til hún er farin að þykkna. Bætið þá sýrða rjómanum saman við og kryddið með salti og pipar.
- Bætið kjötbollunum saman við sósuna og hrærið áfram í sósunni. Hitið í um 10 mínútur og berið síðan fram.
Leave a Reply