Hindberjasnittur með hvítsúkkulaðiglassúr

Home / Bröns / Hindberjasnittur með hvítsúkkulaðiglassúr

Þessar hindberjasnittur færa mig aftur um nokkur ár. Til tíima þegar hraðinn var minni, ömmur sátu og prjónuðu, sólin skein allt sumarið og þegar varla var hægt að opna hurðina fyrir snjó á veturnar…..ahhh þú ljúfa nostalgía.

En nóg um það, kökurnar eru jafn góðar og mig minnti ef ekki bara betri. Stökkar með hindberjamarmelaði og toppaðar með hvítsúkkulaðiglassíur…nammm!

IMG_3728-3

Stökkir bitar með hinderjasultu og hvítu súkkulaðiglassúr

 

Hindberjasnittur með hvítsúkkulaðiglassúr
300 g hveiti
200 g smjör, mjúkt
100 g flórsykur
2 eggjarauður

8 msk hindberjasulta (eða magn að eigin smekk)

Glassúr
100 g hvítt súkkulaði, t.d. Síríus hvítir súkkulaðidropar
25 g smjör
200 g flórsykur
5 msk heitt vatn

  1. Blandið hveiti og flórsykri saman. Hellið í hræriskál og bætið smjörinu saman við. Blandið vel saman og bætið því næst eggjarauðum saman við. Hrærið öllu mjög vel saman eða hnoðið með höndunum.
  2. Skiptið deiginu í tvennt og setjið á sitthvorn smjörpappírinn. Byrjið á að pressa deigið aðeins niður. Setjið í kæli í klukkustund (mikilvægt). Hitið ofninn á 175°c.
  3. Takið því næst einungis annað deigið fram og rúllið því út þannig að það endi í 25×30 cm. Setjið fyrstu plötuna inn í ofninn í um 12 mínútur. Takið á meðan hitt deigið úr ískápnum og rúllið eins. Bakið hana þegar hin er elduð og leyfið að kólna.
  4. Gerið glassúrinn með því að bræða smjör og súkkulaði rólega saman við vægan hita. Bætið síðan flórsykri og heitu vatni saman við og hrærið vel.
  5. Smyrjið einn hluta kökunnar með hindberjasultu. Leggið þá hinn botninn yfir og setjið svo glassúrinn yfir hann. Skerið í bita og njótið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.