Heimagerðar og hollar súkkulaðirúsínur

Home / Eftirréttir & ís / Heimagerðar og hollar súkkulaðirúsínur

Hver kannast ekki við að hafa óstjórnlega þörf fyrir súkkulaðirúsínur…jafnvel á hverjum degi eða oft á dag. Guilty as charge segi ég nú bara og gladdist því ekki lítið þegar ég uppgötvaði þessa uppskrift að heimagerðum rúsínum. Hér má leika sér með súkkulaði að eigin vali en fyrri hollari gerðina mæli ég með 50-70% súkkulaði. En svo er hægt að leika sér með þetta og prufa appelsínusúkkulaði, rjómasúkkulaði og svo framlegis. Þessar eru tilbúnar á 10 mínútum og dásamlegar.

 

IMG_4133
Fæ ekki nóg af þessum

Heimagerðar súkkulaðirúsínur
1/4 bolli súkkulaði að eigin vali, t..d. 70 % súkkulaðidropar frá Nóa Síríus
1/2 msk kókosolía
1 1/2 bolli rúsínur

  1. Bræðið súkkulaðidropana og kókosolíu saman og hrærið vel i blöndunni þar til allt hefur blandast vel saman.
  2. Hellið rúsínum saman við súkkulaðið, hálfum bolla í einu og látið á smjörpappír. Setjið í frystinn í 5-10 mínútur og brjótið síðan súkkulaðið í sundur. Geymist í frysti.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.