Kjötbollur eru alltaf jafn dásamlegar og þær höfum við gert í ýmsum útgáfum sem allar virðast vekja jafn mikla lukku og þær vinsælustu á GulurRauðurGrænn&salt eru einföldu ítölsku kjötbollurnar syndsamlega góðu kjötbollurnar í kókos – karrýsósu og svo þessar klassísku kjötbollur í brúnsósu.
Nú er kominn tími á enn eina dásemdin en hér kynnum við til leiks stökkar og bragðgóðar kjöbollur í hoisin sósu. Þær tekur stutta stund að gera og þó það sé örlítið chilí í uppskriftinni eru þær ekki sterkar og vinsælar hjá öllum aldurshópum. Þessar fá okkar bestu meðmæli.
Kjötbollur í hoisin sósu
Kjötbollur í hoisin sósu
Fyrir 2-3
Kjötbollur
400 g nautahakk
1/2 rauðlaukur, smátt saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
1 lítill biti engifer, rifinn
½ lítið chilí, smátt saxað
1 msk hunang
15 g fersk kóríander, saxað smátt (eða 1 tsk kóríanderkrydd)
salt og pipar
Hoisin sósa
4 msk hoisin sósa, t.d. Blue dragon Hoisin sauce
safi úr 3 lime
lítinn engiferbútur, rifinn
1 msk sesamfræ
1-2 msk soyasósa, t.d. Blue dragon Japanese Soy Sauce
Meðlæti
Núðlur, t.d. Heilhveitinúðlur frá Blue dragon
- Gerið kjötbollurnar með því að blanda öllum hráefnunum saman í skál. Látið standa í um klukkutíma eða eins lengi og tími vinnst til. Mótið bollurnar í litlar kúlur og pressið fast saman.
- Setjið olíu á pönnu og steikið kjötbollurnar á heitri pönnunni þar til þær eru eldaðar í gegn og orðnar gylltar.
- Gerið sósuna með því að blanda saman hoisin sósu og limesafa og þynnið með smá soyasósu. Bætið sesamfræjum saman við og smakkið að lokum til með rifnu engifer.
Berið fram með núðlum.
Leave a Reply