Glútenfrí jól og uppáhalds snjókúlurnar

Home / Uncategorized / Glútenfrí jól og uppáhalds snjókúlurnar

Glútenfrí Jól er skemmtileg viðbót við uppskriftabækur sem koma út núna fyrir jólin en hér er á ferðinni bók sem gefin er út af þeim hæfileikaríku stöllum Þórunni Evu og Ástu Þóris og inniheldur dásamlega jólalegar og glútenfríar uppskriftir.

 

glutenfritt

Glútenfrí jól inniheldur margar girnilegar uppskriftir

Uppskriftarbókin er með jákvæðum boðskap úr smiðju Játs og inniheldur einnig fallegt jóladagatal í sem kennir okkur að hugsa jákvætt um okkur sjálf og náungann. Eitthvað sem við höfum alltaf gott á að minna okkur á. Dæmi um uppskriftir í bókinni eru laufabrauð, heitt súkkulaði, snjókúlur, vanillukökur, sörur, jólabrauðbollur, ís, lakkrístoppar og margt fleira.

Bókin er einstaklega fallega hönnuð, myndirnar bjartar og falegar og uppskriftirnar ótrúlega girnilegar. Við mælum með því að þið tryggið ykkur einstak en bókina má nálgast hér.

Þær stöllur voru svo vinsamlegar að deila með okkur þeirra uppáhalds uppskrift og fyrir valinu urðu þessar guðdómlegu Snjókúlur sem er svakalega jólalegar, góðar og tilvalin matarkyns jólaglaðningur.

snjokulur

Fallegar snjókúlur

Snjókúlur
2 bollar kókosmjöl
¼ bolli kókosolía*
½ bolli möndlumjöl*
1/3 bolli síróp
½ tsk sjávar salt
1 tsk vanilludropar, uppskrift á bls. 42
2 tsk kalt vatn
60 gr glútenfrítt 70% súkkulaði frá Valor

  1. Blandið öllu nema vatninu og súkkulaðinu saman í matvinnsluvél.
  2. Ef deigið er þurrt bætið þá við ögn af vatni þar til það er oðið nógu blautt til að tolla saman í kúlu.
  3. Kælið kúlurnar á meðan þið bræðið súkkulaðið. Þegar súkkulaðið hefur bráðnað er kúlunum stungið ofan í og þær settar á plötu.
  4. Þegar búið er að setja súkkulaði á kúlurnar er súkkulaði dreift yfir þær allar, því næst er þeim skellt í frysti.

*kókosolían er mæld eftir að hún er brædd.
*ég nota sjaldan möndlumjöl og bjó því sjálf til möndumjöl úr möndlum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.