Lakkrís- og trönuberjasmákökur sem hafa farið sigurför um heiminn

Home / Fljótlegt / Lakkrís- og trönuberjasmákökur sem hafa farið sigurför um heiminn

Lakkrís er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum heimamönnum og því glöddust allir þegar við fundum uppskrift sem sameinar smákökubakstur og lakkrísduft. Þessi uppskrift að lakkrís og trönuberjasmákökum virðist eftir okkar heimildum fyrst hafa birst í í bókinni Grigo’s hjemmebag hefur síðan þá farið sigurför um netheima og nú skiljum fullkomlega af hverju það stafar. Uppskriftin er einföld og hreint út sagt frábær og algjörlega nauðsynlegt að baka þessar fyrir jólin.

img_7081

Einfaldar og fljótlegar í gerð

img_7134
Dásamlegar lakkrís- og trönuberjasmákökur

 

Lakkrís og trönuberjasmákökur
ca. 35 stk
250 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
30 g lakkrísduft, t.d. frá Johan Bulow
60 g trönuber, þurrkuð
180 g smjör, skorið í teninga
225 g hrásykur
1 egg

  1. Blandið hveiti og lyftidufti saman í skál. Bætið lakkrísdufti, trönuberjum og smjöri saman við og hnoðið með höndunum þar til smjörið er farið að mýkjast vel.
  2. Bætið því næst hrásykri og eggi saman við og hrærið vel saman.
  3. Skiptið deiginu í 2 hluta og rúllið hvorum hluta í rúllur og skerið síðan í 1 cm þykkar sneiðar. Setjið kökurnar á smjörpappír og þrýstið eilítið á þær þannig að þær fletjist betur út.
  4. Bakið í 180°c heitum ofni í 8-10 mínútur. Takið út og kælið.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.