Steikt hrísgrjón betri en “takeaway”

Home / Fljótlegt / Steikt hrísgrjón betri en “takeaway”

Ég hreinlega dýrka góða hrísgrjónarétti og gæti satt best að sega borðað hrísgrjón í öll mál. Reyndar á mínum yngri árum gerði ég það heilt sumar. Hrísgrjón í hádeginu og hrísgrjón á kvöldin og var alsæl. Ekki flókinn matarsmekkurinn á þeim tíma.

Hér kemur réttur sem mætir hrísgrjónaþörfinni vel og er mögulega aðeins hollari en eintóm hrísgrjón. Þessi “stir fry” réttur kemur af uppskriftarsíðunni The Recipe critic og kallast þar “Better than takaway rice” og er einn allra vinsælasti réttur síðunar frá upphafi. “Had me at hello” verandi hrísgrjónaaðdáandi og vakti hún mikla lukku. Uppskriftin er einföld og fljótleg í gerð og er með kjúklingi, hrísgrjónum, grænmeti og eggjum. Frábær réttur fyrir alla fjölskylduna.

 

Frábær og fljótlegur “stir fry” réttur

 

Steikt hrísrjón með kjúklingi, eggjum og grænmeti
1 bolli hrísgrjón
2 bollar vatn
3 msk sesamolía, t.d. Sesame oil frá Blue dragon
3 kjúklingabringur, eldaðar og rifnar niður
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, pressuð
1/2 bolli grænar baunir, frosnar
4 gulrætur, skornar smátt
2 egg
60 ml soyasósa, t.d. Dark soy sauce frá Blue dragon

  1. Sjóðið hrísgrjón í vatninu þar til þau eru fullelduð.
  2. Hitið sesamolíu á pönnu við meðalhita. Bætið lauk, hvítlauk, grænum baunum og gulrótum út á pönnuna og steikið í 5-7 mínútur.
  3. Hrærið egg á pönnu og blandið síðan saman við grænmetið.
  4. Bætið því næst hrísgrjónum, kjúklingi og soyasósu á pönnuna. Blandið vel saman.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.