Sumardrykkurinn sem slær alltaf í gegn

Home / Áfengir drykkir / Sumardrykkurinn sem slær alltaf í gegn

Mikið sem það er gott þegar sólin lætur loksins sjá sig eftir ansi langa bið. Þá er fátt betra en að skella sér í lautarferð í íslenska náttúru í góðum félagsskap. Taka með sér gott nesti og ekki verra að skála í góðan drykk.

Aperol Spritz er ítalskur fordrykkur sem varð fyrst vinsæll árið 1950, þá blanda af hvítvíni og sódavatni. Þennan drykk bragðaði ég fyrst í Feneyjum og síðan þá hefur hann verið í miklu uppáhaldi sérstaklega þegar sólin skín.  Drykkurinn er borin fram í vínglasi með Apeol, Prosecco og sódavatni ásamt ríflegu magni af klökum og sneiddri appelsínu og var í upphafi hugsaður sem drykkur sem væri einfalt fyrir fólk að gera heima hjá sér.

 

Aperol Spritz
75 ml (3 partar) Prosecco freyðivín, t.d. frá PICCINI
50 ml (2 partar) Aperol
25 ml (1 partur) sódavatn

  1. Hellið Prosecco í vínglas.
  2. Hellið Aperol varlega út í glasið með hringlaga hreyfingum.
  3. Bætið að lokum sódavatni saman við ásamt klökum og sneið af appelsínu.
  4. Njótið…ójá njótið!

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.