Sheperd’s pie grænmetisætunnar

Home / Grænmetisréttir / Sheperd’s pie grænmetisætunnar

Þegar ég fór eitt sinn til London fór ég á stað sem bauð einungis upp á sheperd’s pie og gjörsamlega féll fyrir þessum dásemdar rétti. Hér er hann í grænmetisútgáfu stútfullur af góðri næringu. Rétturinn er virkilega bragðgóður og elskaður af öllum – líka þeim matvöndu.

Smalabaka grænmetisætunnar
Fyrir 4-6

Kartöflumús
500 g kartöflur, afhýddar og skornar í bita
120 ml mjólk
1 msk smjör
1-2 hvítlauksrif, pressuð
salt
pipar

Fylling
1 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif, söxuð
1 laukur, saxaður
2 gulrætur, saxaðar
1 msk vatn
1 lítið brokkólí, saxað
½ tsk timían
½ tsk cayenne
½ tsk salt
¼ tsk pipar
3 msk hveiti
250 ml grænmetissoð, t.d. tilbúið frá Oscar’s
400 g (dós) linsubaunir, soðnar
150 g mozzarellaostur, rifinn

  1. Látið kartöflurnar í pott ásamt vatni og sjóðið. Þegar kartöflurnar eru orðnar mjúkar takið þær úr pottinum og setjið í skál ásamt mjólk, smjöri, hvítlauk og ¼ af salti og ¼ pipar hinsvegar. Stappið vel saman með kartöflustappara.
  2. Gerið því næst fyllinguna. Setjið olíu í pott og bætið lauk, hvítlauk  gulrótum og brokkolí. Léttsteikið í 1 mín og bætið síðan 1 msk af vatn saman við. Setjið lok yfir og látið malla í 3-4 mínútur.
  3. Bætið timían, cayenne, salti og pipar saman við. Hrærið reglulega í blöndunni í um 2 mínútur. Setjið hveiti saman við og hrærið. Bætið því næst soðinu og linsubaunum saman við og hrærið í um 2 mínútur. Hellið blöndunni í ofnfast mót og setjið kartöflumúsina yfir og síðan ost yfir hana.
  4. Setjið í ofninn á grill í 6-10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og gylltur að lit.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.