Hollu brauðbollurnar sem allir elska

Home / Brauð & samlokur / Hollu brauðbollurnar sem allir elska

Nýbakaða brauðbollur – já það er eitthvað alveg dásamlegt við að gæða sér á þeim og sérstaklega þegar það er kalt úti. Ég læt alltaf vel af smjöri og osti og læt það bráðna örlítið á volgri bollunni áður en ég tek fyrsta bitann. Ekki er verra að hafa heitt kakó með. Þessar bollur eru virkilega bragðgóðar og ég vona að þið njótið vel.

Ilmandi nýbakaðar brauðbollur – er eitthvað betra!

 

Hollu bollurnar sem allir elska
Um 16 stk.
5 dl volgt vatn
2 tsk. þurrger
1 tsk. salt
2 tsk hlynsýróp
300 g gróft spelt
300 g fínt spelt
1 dl graskersfræ
1 dl sólblómafræ

  1. Setjið öll hráefnin saman í hrærivélarskál og hnoðið  í 5 mínútur. Bætið við hveiti eftir þörfum.
  2. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið á hlýjum stað í klukkutíma (eða í ísskáp yfir nótt).
  3. Mótið bollur úr deiginu og setjið á ofnplötu með smjörpappír. Látið bollurnar hefast á volgum stað í um 30-40 mínútur.
  4. Bakið því næst í 220°c heitum ofni í um 20 mínútur.
  5. Munið að njóta!Þessar brauðbollur er frábært að eiga í frysti.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.