Það er svo dásamlegt að gæða sér á góðri súkkulaðiköku og enn betra ef hún inniheldur góða næringu sem veitir okkur vellíðan – bæði á líkama og sál. Þessi dásamlega brownie kemur frá Monique sem heldur úti síðunni Ambitious Kitchen. Þar má finna margt gómsætt og girnilegt og ég kolféll fyrir þessari uppskrift sem ég mæli með að þið prufið.
Hollustu brownie með pekanhnetum, chia og gojiberjum
175 g döðlur, steinlausar
60 g pekanhnetur
70 g pistasíuhnetur
25 g kókosmjöl
3 msk kakó
1 msk fljótandi kókosolía
1 msk chiafræ
1 tsk vanilludropar
1/4 tsk sjávarsalt
30 g gojiber
Ofaná
50 g dökkt súkkulaði
1 msk pistasíuhnetur, muldar
1 msk pekanhnetur, muldar
1 msk gojiber
sjávarsalt
- Setjið döðlur, pekanhnetur og helminginn af pistasíuhnetunum saman í matvinnsluvél og blandið vel saman.
- Bætið kókosmjöli, kakó og chiafræjum, kókosolíu og vanilludropum saman við og blandið vel saman þar til blandan er orðin að deigi. Ef það er of þurrt bætið 1-2 msk af heitu vatni saman við. Bætið afganginum af pistasíuhnetunum og gojiberjum saman við og setjið matvinnsluvélina nokkrum sinnum á “pulse”.
- Setjið smjörpappír í form t.d. 20 x 10 cm og þrýstið deiginu vel niður. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir. Stráið söxuðum pistasíuhnetum, pekanhnetum, gojiberjum og sjávarsalti yfir allt. Setjið í fyrsti í að minnsta kosti 30 mínútur. Takið þá úr frysti og skerið í bita.
Leave a Reply