Innihaldslýsing

15 g ger
5 dl volgt vatn
1,5 tsk salt
6 dl hveiti
Kaldhefandi brauðbollur

Leiðbeiningar

1.Blandið gerinu saman við fingurvolgtvantið. Þegar gerið er uppleyst bætið hveiti saman við og hrærið saman.  Hér má nota til helminga hveiti og spelt, rúgmjöl og gott er að bæta haframjöli saman við. Það er frábært að bæta saman fræjum eins og sólblómafræjum, graskersfræjum eða söxuðum hnetum.
2.Setjið í kæli og geymið yfir nótt.
3.Daginn eftir þá hnoðið þið deigið og búið til bollur.  Deigið er klístrað og gott er að bleyta puttana með köldu vatni til að það klístrist ekki mikið við mann. Hér má svo strá fræjum yfir bollurnar.
4.Bakið í 275°c heitum ofni í 8 mínútur. Lækkið þá hitann og bakið við 225°c í aðrar 10 mínútur.

Þessar brauðbollur taka smá tíma í gerð, því þær eru kaldhefandi og þurfa að hefast yfir nótt. En það góða við þær er að þið getið gætt ykkur á þessum góðu bollum í morgunmat og þær eru ótrúlega ljúffengar og minna jafnvel smá á súrdeigsbrauð.

Hér er grunnuppskrift að þessum góðu brauðbollum og frábært að prufa sig áfram með hveitigerð, bæta við fræjum, hnetum og því sem hugurinn girnist hverju sinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.