Kjúklingalundir í tómat- og appelsínusósuPrenta

Ekki tala um veðrið…ekki tala um veðrið…ekki tala um veðrið.

Þessi kjúklingaréttur er frábær, auðveldur, einfaldur, bragðgóður og vekur mikla lukku. Mæli með því að þið prufið þennan og hlakka til að heyra hvernig ykkur líkaði.

One love xxx

 

Kjúklingur í tómat- og appelsínusósu
Fyrir 4
700 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
2 vorlaukar

Marinering
3 msk tómatsósa
2 cm rautt chilí, saxað
1 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon
1 msk hunang
safi af 1 appelsínu
1/3 dl ólífuolía, t.d. extra virgin frá Filippo Berio
2 hvítlauksrif

  1. Blandið tómatsósu, chilí, soyasósu, hunangi, appelsínusafa og olíu saman í skál. Pressið hvítlaukinn, setjið saman við og blandið öllu vel saman.
  2. Setjið kjúklinginn í marineringuna og geymið í kæli í eina klukkustund eða meira.
  3. Takið úr kæli og setjið kjúklinginn í ofnfast mót. Saxið vorlauk og stráið honum yfir allt.
  4. Látið í 200°c heitan ofn í 20-25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *