Töfraheimur SLIPPSINSPrenta

Heimsókn til Vestmannaeyja er alltaf frábær hugmynd. Umhverfið er fallegt og kröftugt og líklegt að eyjamenn eigi sterk tengsl við náttúna sem virðist svo skila sér í einstakri sköpunargáfu sem sést víðsvegar um eyjuna – þó ekki síst á veitingastaðnum SLIPPNUM.

 

 

Veitingastaðurinn SLIPPURINN var stofnaður árið 2012 í Magna húsinu, elsta steinsteypta húsi í Vestmannaeyjum sem skipar stóran þátt í sögu Vestmannaeyja. Áður var þar starfrækt vélsmiðjan Magni sem þjónaði gamla bátaslippnum sem var staðsettur fyrir aftan húsið. Vélsmiðjan hafði verið hætt í 30 ár áður en við fjölskyldan tókum við húsnæðinu.

Fjölskyldan er öll frá eyjunni Heimaey. Þau elska eyjuna og eyjarnar í kring, samfélagið, smábirgjana og hrávörur í nærumhverfi. Fjölskyldan vinnur með smáframleiðendum, sjómönnum og bændum. Týna villtar jurtir og sjávargrös og rækta það sem er erfitt að fá annarsstaðar.

Matargerð þeirra er bæði mjög staðbundin og árstíðarbundin og matseðillinn breytist viku frá viku frekar en á nokkra mánaða fresti eftir hráefnum sem hægt er að fá hverju sinni. Þá  tvinna þau saman gömlum hefðum við nýjar ferskar aðferðir og vilja gera hversdagslegum íslenskum hráefnum hátt undir höfði.

Allir sem koma að veitingastaðnum óska þess að gestirnir skynji ástríðu að baki því að búa til veitingastað af þessari gerð.

 

Kata Gísla, Gísli Matt og Indíana

Hugmyndin kom frá Kötu Gísla á ættarmóti að opna veitingastað í Magnahúsinu sem hafði ekki verið notað í tugi ára. Við vildum gera stað sem að Eyjamenn gætu verið stoltir af, stað sem að myndi setja sér háleit markmið og bjóða upp á frábæran, staðbundin og árstíðarbundinn mat í heimabyggð. Þar sem gamlar hefðir myndu mæta nýjum aðferðum.

Við urðum öll strax heilluð af hugmyndinni sem var hljómaði mjög einföld, falleg og skemmtileg. Við áttuðum okkur þó fljótt á því að þetta átti eftir að verða töluvert erfiðara og flóknara en við gerðum okkur fyrst grein fyrir.

Kata Gísla er mamma SLIPPSINS en hún  kemur af miklum sjómannaættum. Hún hefur unnið á sjó, í veitingarekstri og lært ýmsar tegundir af listum og er algjör fagurkeri. Hún blessar Slippinn með ólýsanlegum sjarma, sér til þess að staðurinn líti vel út með aragrúa af jurtum og blómum sem hún ræktar í gróðurhúsinu sínu og garði. Svo er hún líka yfirþjónn staðarins.

Það er erfitt er að finna mann með aðra eins seiglu og dugnað og Auðunn sem hefur reynst SLIPPNUM rosalega drjúgur í öllum framkvæmdum og viðhaldi með handlagni sinni. Hann hjálpar einnig við að vinna ferska fiskinn; flaka, salta og verka. Auðunn er pabbi SLIPPSINS.

Indíana hannaði veitingastaðinn og hefur gengið í öll verk SLIPPSINS. Allt frá framkvæmdum yfir í kokteilagerð. Hún hefur ótrúlegt auga fyrir alvöru gæðum og án hennar hefði SLIPPURINN aldrei verið í líkingu við það sem hann er í dag.

Gísli Matt var að útskrifast sem matreiðslumaður á þessum tíma, Indíana búinn með mastersnám í myndlist og á milli verkefna og Auðunn og Kötu langaði að skapa eitthvað nýtt í heimabyggð.

 

SLIPPURINN er samstarfsverkefni okkar fjögurra og við höfum notið góðs af því að eiga góða að. Við höfum verið einstaklega heppin með starfsfólk í gegnum árin sem hefur hjálpað okkur að keyra áfram hugsjónir okkar.

 

 

 

 

Um leið og gengið er inn á SLIPPINN finnur maður töfrana í loftinu og veit að það er eitthvað alveg einstakt í vændum. Staðurinn er fallega innréttaður og skreyttur fallegum blómum og það er greinilegt að hér er hugað að hverju smáatriði. Metnaður er orð sem kemur upp í hugann – hér er einlægur vilji til að taka hlutina skrefi lengra og gera þá framúrskarandi.

Hversu fallegt!!!

 

 

Kokteillseðill SLIPPSINS er einn sá fallegasti sem ég hef séð með teikningum af jurtum úr íslenskri náttúru en hráefni íslenskrar náttúru eru að sjálfsögðu notuð í kokteilgerðina sem og matinn. Kokteillseðillinn er aðeins eitt af mörgum listaverkum staðarins.

Við byrjuðum kvöldið á ljúfum kokteil sem bragðaðist frábærlega. Ég fékk valkvíða þegar kom að því að velja drykkinn og fékk aðstoð starfsfólksins við valið. Namm!

 

 

 

 

Með matnum fórum við í vínpörun sem ég mæli líka með. Bæði er hægt að fá áfenga eða óáfenga vínpörun en einnig fá blanaða pörun sem ég mæli með. Hér er Kombucha, sem er gerjað te, gert á staðnum djúsað, létt gerjað og ferskt.

Magnað Kombucha

Blönduð vínpörun með matnum

Slippurinn hefur frá fyrsta degi boðið upp á íslenska matargerð með sérstaka áherslu á frábært hráefni í árstíð. Ég mæli sérstaklega með samsettu máltíðunum fyrir bestu matarupplifunina.

BLÓMKÁL með jarðskokkamauki, geitaosti og sýrðri söl

 

HARÐFISKFLÖGUR brennt smjör & sýrð söl

 

SVARTFUGLSEGG með skessujurt, sýrðum laukum & grásleppuhrognum

 

NAUTA TARTAR með makademíuhnetum, piparrótarkremi rauðrófugljáa,
karsa og fennel kexi

 

JARÐSKOKKA & SELJURÓTAR HNETUSTEIK (VEGAN)

 

HUMARHALAR með þurrkuðum eplum, tómötum, smjörsósu, hnúðkáli og sjótrufflum

 

HUMARSÚPA SLIPPSINS með humri, fiski, steinseljuolíu og sýrðum rjóma

 

HEIL ELDAÐUR SÓLKOLI með smjörsósu, strandarjurtum og kartöflusmælki

 

TÓMATSALAT með sýrðum rabbabara, reyktri súrmjólk & skessujurtarvinaigrettu

 

KRAMDAR SMÆLKI KARTÖFLUR með hvannarkremi

 

LAMBALÆRI með rabbabara, piparrót, kartöflu- seljurótarpressu og lambasoðsósu

 

Starfsfólk SLIPPSINS veitir framúrskarandi þjónustu

 

SÚKKULAÐIMÚS með kerfilkrapi, súrmjólkurfroðu og lakkríssalts marengs

 

SKYR & HUNDASÚRUR með ristuðum höfrum

 

Ég get ekki mælt nógsamlega með SLIPPNUM heldur einungis tekið undir það lof sem staðurinn hefur hingað til fengið. Ég mæli með því að koma til eyja og á þennan dásamlega veitingastað og láta starfsfólkið sjá um ykkur frá A til Ö. Á meðan hallið þið ykkur aftur og njótið fagurs útsýnis yfir Heimaklett, bragðið á frábærum vínum, borðið framúrskarandi mat, takið inn alla þá visku og fróðleik sem starfsfólkið deilir með ykkur og til að setja punktinn yfir i-ið bragðið bestu eftirrétti sem þið fengið. Ég verð einnig að hrósa staðnum fyrir að útbúa metnaðarfullan barnamatseðil – það er eitthvað sem önnur veitingahús á Íslandi mættu taka sér til fyrirmyndar.

Til hamingju kæra fjölskylda með þennan frábæra stað og ég þakka innilega fyrir mig.
– I’ll be back! –

 

Á Slippnum hafa verið haldnar flottar veislur

 

Á SLIPPNUM er aðalsalur sem tekur allt að 90 manns og svo annan sal sem hægt er að bóka fyrir 16 manns eða færri. Minni salurinn er mjög kósí og ber nafnið MAGNA stofa.

OPNUNARTÍMAR:
ATHUGIÐ – SLIPPURINN er aðeins opin MAÍ – SEPTEMBER.

STAÐSETNING:
Strandvegur 76, 900 Vestmannaeyjar.
2mín gangur frá Herjólfsbryggju, fyrir GOOGLE maps klikkið hér.

Hægt er að panta borð hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *