Skinkusalat með mango chutney og vínberjumPrenta

Hér fáið þið uppskrift af skinkusalati sem er ekkert venjulegt skinkusalat. Þetta er drottning skinkusalatsins – sigurvegarinn – meistarinn. Eins og svo oft áður er þessi uppskrift ofureinföld í gerð. Því er ekki eftir neinu að bíða. BAMM!

 

 

Skinkusalat með mango chutney og vínberjum
Styrkt færsla
300 ml majónes, t.d. frá E. Finnsson
1 dós 5% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
60 ml Mango Chutney
2 tsk Tandoori krydd
1 pakki skinka, skorin í bita
1 dós grænn aspas (má sleppa)
8 stk harðsoðin egg
10-15 vínber, skorin

  1. Hrærið majones, sýrðum rjóma og mangó chutney saman.
  2. Bætið öllum hinum hráefnunum varlega saman við. Kælið.
  3. Berið fram með brauði eða góðu hrökkexi.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *