Thai chilí “kjúklingur” grænmetisætunnar
Thai chilí “kjúklingur” grænmetisætunnar
Thai chilí “kjúklingur” grænmetisætunnar

Innihaldslýsing

1 pakki grillade filleér, frá Halsans Kök
2 msk smjör
100 ml sweet chilísósa
2 msk soyasósa
2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk fiskisósa (fish sauce)
1 msk engifer, rifið
safi úr 1 límónu
1 tsk sriracha sósa
vorlauk, sneiddur
ferskt kóríander, saxað
salthnetur, saxaðar
Thai chilí kjúklingur grænmetisætunnar

Leiðbeiningar

1.Hrærið öllum hráefnum fyrir sósuna saman í skál.
2.Raðið kjúklinginum í ofnfast mót og hellið sósunni yfir.
3.Setjið í 200°c heitn ofn í um 15-20 mínútur og setjið á grill í lokin svo sósan karmellerist örlítið.
4.Berið fram með vorlauk, kóríander og salthnetum.

Í gamla gamla daga gerðist ég grænmetisæta í nokkur ár. Mér er minnisstætt hversu lítið úrval var af góðum réttum bæði í verslunum og á veitingastöðum. Þetta horfir hinsvegar allt til betri vegar og úrvalið í verslunum hefur stóraukist og þá eru mörg veitingahús sem leggja metnað í góða grænmetisrétti. Þrátt fyrir að hafa byrjað aftur að borða kjöt þá elska ég góða grænmetisrétti og finn að mér líður vel á líkama og sál eftir þannig máltíð.

Það var því virkilega gaman að fá að vinna verkefni í samstarfi við Halsans Kök en það er sænskt vörumerki sem þróar vörur sem koma í stað kjöts. Vörurnar eru sérlega ríkar af prótíni og eru uppspretta allra þeirra amínósýra sem nauðsynlegar eru fyrir heilbrigt mataræði án kjöts. Þær innihalda náttúruleg eggjaprótín, sojaprótín og hveitiprótín. Hälsans Kök framleiðir einnig vörur sem eru búnar til úr grænmeti og hafa því alla næringarlega eiginleika þess. Einnig bjóða þau einnig uppá vegan uppskriftir.

Í þessari uppskrift vinn ég með “kjúklingabringur” sem eru tilbúnar til eldunar og þurfa ekki að þiðna áður en þær fara á pönnu eða inní ofn. Eftirleikurinn er því einfaldur og það kom mér virkilega á óvart hversu líkt bragðið er í samanburði við kjúklingabringur. Þessi thai chilí réttur er frábær máltíð – holl og næringarrík og virkilega bragðgóð.

Færslan er unnin í samstarfi við Danól

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.