Allt á einni pönnu með vegan hakkiPrenta

Við elskum rétti þar sem við fleygjum öllu saman í einn pott eða pönnu og lágmörkum þannig uppvaskið. Hér er á ferðinni ljúfur réttur með vegan-hakki frá Hälsans Kök.


Vegan-hakkið er búið til úr sojaprótíni og fullkomið í pasta, í hræristeikingu eða ofnrétt. Hægt er að nota vegan-hakkið í grænmetislasagna, spagettí bolognese eða böku svo eitthvað sé nefnt og er virkilega bragðgott. Fyrir þá sem vilja gera þennan góða rétt vegan benti góður lesandi okkur á að nota Violife mozarella, ásamt grænmetis- eða sveppasoði og sleppa worcestersósunni. Njótið 🙂

Dásamlegur réttur með bræddum mozzarella

 

Hakkréttur með vegan hakki og bræddum osti
Styrkt færsla
Fyrir 4 manns
2 msk olía
1 poki vegan-hakk frá Hälsans Kök
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, pressuð
1 dós (400 g) saxaðir tómatar
300 ml kjúklingasoð
200 ml tómat passata (maukaðir tómatar)
2 tsk nautakjötskraftur
2 tsk worcestershire sósa
1 tsk oregano
180 g hrísgrjón
150 g rifinn ostur

  1. Setjið olíu á djúpa pönnu með loki og hitið. Bætið hakki og steikið í nokkrar mínútur og bætið þá lauk, papriku og hvítlauk saman við.
  2. Setjið saxaða tómata, kjúklingakraft, maukaða tómata, nautakraft, worcestershire sósu og oregano saman við.
  3. Setjið hrísgrjón saman við og hitið að suðu. Lækkið þá hitann, setjið lokið yfir pönnuna og látið sjóða í 20-30 mínútur eða þar til hrísgrjónin eru fullelduð. Takið lokið af og hrærið í öllu með gaffli.
  4. Endið á að setja rifinn ost yfir allt, setjið lokið aftur á í um 10 mínútur og leyfið ostinum að bráðna.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *