Montes Alpha Cabernet Sauvignon

Það eru margir sleðar þarna úti sem tala um það að “græða á daginn og grilla á kvöldin”. Svo eru margir ef ekki flestir sem setja grillið sitt í vetrardvala og segjast bara grilla á sumrin. En ég aftur á móti er einn af þeim fáu sem gera hreinlega engan greinarmun á sumri eða vetri þegar það kemur að því að fíra upp í kolunum og þá er fátt betra en að eiga bragðmikið rauðvín til að fanga þessa öfga-kósý stemningu sem það er að grilla um miðjan vetur í snjó og kulda.

Að því sögðu þá skelltum við fjölskyldan okkur í bústað um daginn og buðum annarri vel valdri fjölskyldu með í för. Það var vel kryddað lambalæri sem fór á grillið í -6° og við Elli vinur minn stóðum vaktina yfir eldinum í rétt tæpan klukkutíma að klappa lærinu svo því yrði nú ekki kalt. Þegar við komum inn þá voru stelpurnar búnar að sjá um allt meðlæti sem og sósu og þær voru líka búnar að taka Montes Alpha Cabernet Sauvignon úr ísskápnum þannig að hún yrði við kjörhitastig þegar kom loks tími á að skenkja í glös. Þær eru algjört yndi!

Montes Alpha Cabernet Sauvignon var fullkomið vín í þetta verk enda mjög bragð- og berjamikið sem passar mjög vel með vel krydduðum mat og var lærið engin undantekning þar. Ég mæli með Montes Alpha Cabernet Sauvignon fyrir alla þá sem “græða á daginn og grilla á kvöldin”, sumargrillarana og þá ofurhuga sem bíta það í sig að þurfa að skafa af grillinu á veturna áður en þeir kveikja upp. Algjör moli á frábæru verði! 2.999 kr. í Vínbúðinni 4.3*

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.