Besta eggjahræran!

Home / Bröns / Besta eggjahræran!

Það er fátt betra en að byrja daginn á góðri eggjahræru. Egg eru næringarrík og innihalda fullt af vítamínum, þau eru próteinrík og innihalda kólín sem er nauðsynlegt næringarefni  en margir eru ekki að fá nóg af.

En eggjahræra er sko ekki það sama og eggjahræra og eftir að þið hafið prufað þessa uppskrift skiljið þið hvað við meinum. Í þessari uppskrift er leynivopn og niðurstaðan er létt og ljúffeng eggjahræra.

 

Besta eggjahræran og fallegt viskustykki frá IHANNA HOME 

 

Ómótstæðileg eggjahræra
4 egg
2 msk mjólk (eða rjómi)
1/8 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
svartur pipar
50 g rifinn mozzarella (má sleppa)
2 msk smjör

  1. Setjið egg í blandara í um 30 sekúndur (eða hrærið mjög kröftuglega með handþeytara). Hellið í skál og hrærið mjólk, lyftidufti, salti og pipar vel saman við.
  2. Látið eggjablönduna nú standa við stofuhita í um 7 mínútur.
  3. Hitið smjörið á pönnu þar til pannan er orðin vel heit og smjörið farið að búbbla. Hrærið í eggjablöndunni og hellið síðan blöndunni út á heita pönnuna.
  4. Hrærið stöðugt í blöndunni. Bætið ostinum saman við þegar um 30 sekúndur eru eftir að eldunartímanum. Athugið – Varist að ofelda eggin, þau halda áfram að eldast eftir að þau koma af pönnunni. Berið fram með avacado og stökku beikoni.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.