Ofnbökuð eggjakaka með parmaskinku

Home / Bröns / Ofnbökuð eggjakaka með parmaskinku

Eggjakökur er einfaldar í framkvæmd, frábær næring og ljúffengar á bragðið. Í þessari uppskrift er eggjakakan ofnbökuð sem kemur í veg fyrir að botninn brenni við og er alveg sérstaklega bragðgóð. Frábær sem góður hádegismatur eða léttur kvöldmatur!
Hér er hægt að leika sér með þau hráefni sem til eru í ískápnum hverju sinni. Nota til dæmis sætar kartöflur eða grasker í staðinn fyrir venjulegar kartöflur, grænmeti að eigin  vali,  kjúkling eða bacon í staðinn fyrir parmaskinku, mjólk í staðinn fyrir rjóma og svona mætti lengi telja. Látið það ekki stöðva ykkur þó eitthvað hráefni vanti og kílið á eina eggjaköku!
Ofnbökuð ommiletta með parmaskinku
400 gr forsoðnar kartöflur, skornar í sneiðar
2 msk ólífuolía
1 rauðlaukur, saxaður
70 gr parmaskinka, klippt í litlar sneiðar
100 gr spínat
basilbúnt, saxað
200 gr plómutómatar, skornir í sneiðar
1 rauð paprika, skorin
fetaostur, hreinn
5 egg
1/2 bolli matreiðslurjómi
2 hvítlauksrif, pressuð
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
1/4 rifinn ostur

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 200°C.
  2. Steikið lauk við meðalhita í 3 mínútur. Bætið parmaskinkunni útí og steikið í aðrar 3 mínútur eða þar til parmaskinkan er orðin gyllt. Bætið þá útí spínati og steikið þar til spínatið er orðið mjúkt.
  3. Blandið saman laukblöndunni, tómötum, basil og papriku. Raðið helmingnum af kartöflunum í ofnfast mót. Hellið laukblöndunni yfir. Dreifið fetaosti yfir. Endurtakið með afganginum af kartöflunum og laukblöndunni.
  4. Léttþeytið egg og rjóma saman í skál. Bætið hvítlauknum útí. Hellið blöndunni yfir ofnfasta mótið. Stráið osti og parmesan yfir. Bakið í 30-35 mínútum eða þar til eggin eru fullelduð. Látið standa í 5 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.