Ósigrandi ostakaka

Home / Fljótlegt / Ósigrandi ostakaka

Það er alltaf jafn gaman að fá góða ostaköku og alveg nauðsynlegt að koma með uppskrift að einni skotheldri. Þessi lungnamjúka rifsberjafyllta ostakaka sameinar allt sem ég elska þegar kemur að bakstri. Hún er fáránlega einföld og fljótleg í gerð en útkoman þessi stórkostlega kaka sem bráðnar í munni. Hindberjununum má að sjálfsögðu skipta út fyrir berjum eins og bláberjum eða jarðaberjum.

2013-03-30 19.11.21-3

Ósigrandi ostakaka
8 stk Digestive súkkulaðikex
50 g smjör, bráðið
600 g rjómaostur
2 msk hveiti
175 g sykur
vanilludropar
2 egg ásamt 1 eggjarauðu
140 ml sýrður rjómi
300 g hindber
1 msk flórsykur

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 180°c.
  2. Myljið kexin í matvinnsluvél eða í plastpoka. Blandið því saman við bráðið smjörið. Látið í 20 cm form og bakið í 5 mínútur. Kælið síðan.
  3. Hrærið rjómaostinn saman við hveitið, sykurinn, nokkra dropa af vanilludropum, eggin,eggjarauðuna og sýrða rjómann þar til blandan er orðin létt, ljós og algjörlega kekkjalaus. Hrærið 150 g af hindberjum varlega saman við.
  4. Bakið í um 40-50 mínútur. Takið úr ofni og kælið kökuna í forminu.
  5. Að lokum geri þið hindberjasósu með því að láta afganginn af hindberjunum í pott og blanda 1 msk af flórsykri saman við. Hitið þar til þetta er orðið að mauki og merjið með gaffli. Sigtið blönduna og berið fram með kökunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.