“Man burger”

Home / Fljótlegt / “Man burger”

Þetta er fyrir ykkur karlmennina þarna úti sem hafið sætt ykkur við grænmetisrétti, hrákökur, boozt og rauðrófudrykki þegjandi og hljóðalaust meðan ykkur dreymir um eitthvað aðeins meira djúsí.

Það er skemmtilegt að gera sinn eigin hamborgara og sérstaklega skemmtilegt þegar að útkoman er svona góð. Lykillinn að þessari dásemd felur það í sér að láta kryddinn og meðlætið í hamborgarann. Þetta gerir hann bæði stökkan og safaríkan. Eftir að þið hafið smakkað þennan verður erfitt að snúa aftur því get ég lofað. Þetta er sá eini rétti!

2013-04-04 18.33.08

Djúsí og dellissíus!

2013-04-04 12.42.43

Meðlætinu blandað saman við nautahakkið

2013-04-04 17.46.35

Borgararnir tilbúnir á grillið

2013-04-04 19.38.38

Niðurstaðan er fullkomnun!

“Man burger”
750 g nautahakk
1 laukur
2 hvítlauksrif
2 msk worcestershiresósa
2 tsk tabasco sósa
1/4 bolli steinselja, söxuð
2 brauðsneiðar, ristaðar
1 egg, lítillega þeytt
salt og pipar
6 hamborgarabrauð
ostasneiðar
tómatar
salat

Aðferð

  1. Látið laukinn, hvítlaukinn og brauðsneiðarnar í matvinnsluvél og vinnið þar til þetta hefur maukast vel.
  2. Látið nautahakkið í stóra skál. Bætið út í hakkið maukið úr matvinnsluvélinni, steinselju, eggi, worcestershiresósunni, tabasco og salt og pipar. Blandið þessu vel saman.
  3. Mótið hamborgarana, látið á fat, hyljið með plastfilmu og látið inn í ísskáp í um 30 mínútur.
  4. Grillið hamborgarana eða steikið á pönnu. Látið ostsneið á þá og berið fram með salati, tómötum og sósu að eigin vali.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.