Marengstoppar með Nutella

Home / Fljótlegt / Marengstoppar með Nutella

Nutella aðdáendur athugið!!!!!
Hér er ein dásamleg uppskrift fyrir okkur sem erum forfallnir Nutella fíklar. Í uppskriftinni  sameinast Nutella marengstoppum sem eru bæði í senn stökkir, mjúkir og svo ótrúlega bragðgóðir. Þessa uppskrift er svo einfalt að gera og þarf klárlega að fara á to do listann fyrir þessi jól!

IMG_6444 IMG_6468

Marengstoppar með Nutella
3 eggjahvítur, við stofuhita
klípa af salti
100 g sykur
1 dl nutella

  1. Stillið ofn á 175°c.
  2. Mýkið Nutella í örbylgjuofni í um 15 sek. eða þar til þar er orðið fljótandi. Kælið.
  3. Látið eggjahvítur í hrærivél og þeytið í nokkrar mínútur eða þar til þær eru vel freyðandi.
  4. Bætið salti út í og síðan sykri, ein matskeið í einu. Þeytið við hæsta styrk í 3-5 mínútur eða þar til þykkur og glansandi marengs hefur myndast.
  5. Bætið nú Nutella út í marengsinn og blandið varlega saman með sleif um 3-4 sinnum. Varist að blanda of mikið því þið viljið hafa marengsinn hvítann með brúnum fallegum línum.
  6. Látið marengsinn með skeið á ofnplötu með smjörpappír. Setjið inn í ofn og lækkið hitann strax niður í 100°c. Bakið í um klukkustund eða þar til marengsinn er orðinn stökkur.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.