Hægeldaður hafragrautur úr stálslegnum höfrum

Home / Morgunmatur / Hægeldaður hafragrautur úr stálslegnum höfrum

Í nokkurn tíma hafa netmiðlar lofað hafragraut úr höfrum sem heita steel cut oats eða stálslegnir hafrar. Þeir eru talsvert hollari en þeir hafrar sem við erum vön enda lítið sem ekkert unnir og fá að viðhalda sínu náttúrulega bragði og lögun. Þeir eru trefjaríkari, járnríkari og almennt næringarríkari en malaðir hafrar og glúteinlausir að auki sem malaðir hafrar eru almennt ekki.

Þeir sem hafa prufað virðast ekki fá nóg af því að lofa grauta úr þessum höfrum og vilja meina að þeir séu mun betri á bragðið en þeir sem við eigum að venjast. Forvitin eins og ég er ákvað ég að prufa og var sátt, þeir eru stökkir og bragðgóðir og var ég sérstaklega hrifin af því hvernig “þeir eldast” meðan maður sefur.

Þessa hafra tekur lengri tíma að elda en haframjöl, en það kemur ekki að sök því uppskriftin sem þið fáið núna felur það í sér að þið getið látið hafragrautinn í pott áður en þið farið að sofa og vaknað upp við nýeldaðan hafragraut. Jafnframt eru þeir jafn góðir í nokkra daga á eftir og því kjörið að elda graut fyrir nokkra daga í einu. Stálslegna hafra (steel cut oats) getið þið fengið í Kosti.


Steel cut oats

Hægeldaður hafragrautur fyrir 4-6
1bolli = 240 ml
1 bolli steel cut oats
3 bollar heitt vatn (ekki sjóðandi)
1 1/2 bolli mjólk
1 msk kanill
Látið útí t.d. epli, rúsínur, ber, þurrkaða ávexti, fræ og það sem hugurinn girnist.

Aðferð

  1. Húðið pottinn með olíu (ekki sleppa þessu stigi þar sem hafrarnir festast annars við pottinn)
  2. Látið öll hráefnin í pottinn.
  3. Látið helluna á lágan hita (ég lét á lægsta mögulegan hita eða stillingu 1)
  4. Eldið í 8-9 tíma
  5. Aukið hitann í smá stund rétt áður en grauturinn er borinn fram.Ef þið eruð óörugg með að skilja pott eftir á hellunni meðan þið sofið skulu þið prufa að gera þetta fyrst um daginn meðan þið eruð heima.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.