“Pulled pork”

Home / Kjöt / “Pulled pork”

Ég er búin að vera með “craving” í pulled pork í þó nokkurn tíma. Þetta er réttur sem ég hef einhvernvegin aldrei látið vera af því að elda en var orðið löngu tímabært. Kjötið er hægeldað í djúsí marineringu í 8 tíma og þegar það kemur úr ofninum er það svo mjúkt að það dettur í sundur. Kjötið má svo láta á samlokur, í vefjur nú eða í djúsí borgara – já slegið og selt.

IMG_3500

IMG_3506

 

IMG_3508

IMG_3510

IMG_3526

IMG_3527

 

“Pulled pork” 

fyrir 6-8 manns
1 1/2 kg svínahnakki
3 msk paprikukrydd
1 msk salt
2 tsk svartur pipar
1 tsk cayenne pipar
1 tsk hvítlaukskrydd
1/2 tsk timían
60 ml rauðvínsedik
8 msk hunang
3 msk ólífuolía
1 laukur, afhýddur og skorinn í sneiðar

 

  1. Blandið paprikukryddi, salti, pipar, cayenne pipar, hvítlaukskryddi og timían saman í skál. Bætið því næst rauðvínsediki, hunangi og ólífuolíu saman við og hrærið vel saman.
  2. Leggið laukinn í botninn á fati (með loki) skerið kjötið í 2 hluta og leggið yfir laukinn. Hellið marineringunni yfir kjötið. Marineringin mun að stórum hluta leka á botninn en hafið ekki áhyggjur af því.
  3. Setjið kjötið í 100°c heitan ofn í 8 klukkustundir.
  4. Takið kjötið úr sósunni og nú ætti það að vera það mjúkt að það er auðveldlega hægt að rífa það niður með gaffli.
  5. Ef þið ætlið að nota kjötið á vefjur eða álíka að þá mæli ég með að þið bleytið upp í því með smá af sósunni. Á hinn fullkomna borgara er hinsvegar gott að bæta um það bil 1 bolla af góðri barbeque sósu saman við kjötið og bera fram með hrásalati.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.