Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk

Home / Fljótlegt / Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk

Hér er á ferðinni holl og góð súpa stútfull af góðri næringu þar sem tilvalið er að nota uppskeru haustsins. Gulrætur, tómatar og kókosmjólk leggja grunninn af þessari súpu sem klikkar ekki. Súpuna er gott að bera fram með góðu brauði eins og þessum gómsætu hvítlaukshnútum með parmesan.

IMG_3953

 

Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk
1 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
3-4 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk turmeric
4-6 plómutómar, saxaðir
10-12 stórar gulrætur, sneiddar
400 g saxaðir tómatar í dós
vatn
1 grænmetisteningur
salt og pipar
hnífsoddur cayenne pipar
400 g kókosmjólk
safi úr 1 lime
kóríander eða steinselja, saxað

  1. Hitið olíu í potti. Bætið lauk, hvítlauk og turmeric í pottinn og léttsteikið þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið þá gulrótum og söxuðum tómötum saman við og léttsteikið. Hellið því næst vatni í pottinn þannig að það nái yfir grænmetið.  Saltið og piprið og látið malla í 15-20 mínútur. Setjið allt í matvinnsluvél, maukið og hellið aftur í pottinn.
  2. Hellið tómötum í dós ásamt kókosmjólkinni saman við og hitið, en látið ekki sjóða.
  3. Kreistið safa úr lime í súpuna og kryddið með cayennepipar og salt og pipar, allt að eigin smekk.
  4. Hellið súpunni í skálar og stráið kóríander eða steinselju yfir og berið fram með góðu brauði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.