Grískt lambalæri með tómat- og ólífusósu

Home / Kjöt / Grískt lambalæri með tómat- og ólífusósu

Einn af mínum uppáhalds réttum til að bjóða upp á þegar gesti ber að garði er gamla góða lambalærið. Þarna erum við einfaldlega að tala um rétt sem allir elska, jafnt ungir sem aldnir og gaman er að bera fram.  Lambalærið er réttur sem hentar svo ótrúlega vel þegar að fjöldi gesta er í meira lagi en fyrirhöfninni skal haldið í lágmarki.

Mér finnst gaman að prufa mig áfram með nýjar uppskriftir og um síðustu helgi prufukeyrði ég uppskrift að grísku lambalæri af bbcgoodfood.com sem hafði fengið góða dóma. Uppskriftin var einföld og lambalærið sem að þessu sinni fór í grískan búning með ferskum kryddjurtum, hvítlauk og sítrónu ásamt kartöflum og ólífutómatsósu var dásamlegt og óhætt að mæla með þessari uppskrift. Með henni bar ég fram einfalt salat með iceberg, rauðlauk, agúrkum og feta.

 

IMG_1063

Grískt grillað lambalæri
Lambalæri, ca. 3 kg.
6 hvítlauksrif
1 búnt ferskt oregano/má nota rósmarín
fínrifinn börkur og safi af 1 sítrónu
6 msk ólífuolía
1 ½ kg kartöflur
1 dós (400 g) saxaðir tómatar
handfylli svartar ólífur

  1. Maukið hvítlauk, helminginn af kryddinu, sítrónubörkinn og klípu af salti saman. Bætið sítrónusafanum saman við og 1 msk af ólífuolíunni. Stingið göt á lambið með hníf og fyllið með kryddi og nuddið yfir allt lambið, geymið smá af maukinu til að setja yfir kartöflurnar.
  2. Setjið kartöflurnar í stórt ofnfast mót hellið yfir þær olíunni og setjið smá af kryddjurtamaukinu. Setjið lambið í ofnfasta mótið ásamt kartöflunum og látið í 180°c heitan ofn. Hellið safanum af kjötinu af og til yfir kjötið á meðan elduninni stendur. Hafið kjötið í heitan ofn í um 2-3 klst (notið kjöthitamæli til að vera viss um rétta steikingu). Takið lambalærið úr ofninum og leyfið því að standa í smá stund. Setjið afganginn af oreganó saman við kartöflurnar og hrærið vel saman.
  3. Setjið kartöflurnar í skál og haldið þeim heitum. Hellið tómötunum og ólífunum saman við safann af kjötinu og leyfið að malla í smá stund.
  4. Berið lambið fram með kartöflunum, sósunni og góðu salati.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.