Bestu glútenlausu smákökurnar

Home / Glútenfrítt / Bestu glútenlausu smákökurnar

Þessi uppskrift er frá Danielle Walker en hún er uppáhalds matarbloggarinn minn. Hún heldur úti síðunni http://againstallgrain.com/ og mæli ég eindregið með bæði blogginu hennar og matreiðslubókunum.

Þessar smákökur þykja öllum góðar. Þær eru frekar seigar undir tönn (chewy) og minna á vissan hátt á hinar sígildu Subway kökur. Þetta hefur lengi verið uppáhalds smákökuuppskriftin á mínu heimili og því bökuð alveg nokkrum sinnum fyrir jólin.

Anna Rut

kökur

kökur1

kökur2

Bestu glútenlausu smákökurnar
½ bolli smjör eða smjörlíki (113g)
2 egg
½ bolli kókospálmasykur eða hrásykur
4 msk hunang
4 tsk vanilludropar
3 bollar möndlumjöl
4 msk kókoshveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk sjávarsalt
200 g suðusúkkulaði (gróf saxað)

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Setjið smjörið/smjörlíkið og eggin í matvinnsluvél eða hrærivél og vinnið vel saman.
  3. Bætið út í kókospálmasykrinum, hunanginu og vanilludropunum og hrærið eða blandið í matvinnsluvél.
  4. Setjið möndlumjölið, kókoshveitið, matarsódann og saltið saman við og hrærið vel.
  5. Hrærið að lokum brytjaða súkkulaðinu saman við með sleikju.
  6. Notið tvær skeiðar til að setja deigið í litlar hrúgur á bökunarplötu með smjörpappír.
  7. Vætið aðeins fingurnar og þrýstið létt ofan á hverja köku og mótið þær aðeins.
  8. Bakið í um 10 – 12 mínútur eða þangað til kökurnar eru brúnar í köntunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.