Vegan osturinn sem slær í gegn!

Home / Fljótlegt / Vegan osturinn sem slær í gegn!
Hver hefði trúað að hægt væri að búa til gómsætan ost úr gulrótum og kartöflum…..ég var a.m.k. skeptísk í fyrstu en eftir að hafa prófað varð ekki aftur snúið og núna er þetta uppáhalds vegan osturinn hjá minni fjölskyldu. Þessi ostur minnir skuggalega mikið á gulu nacho ostasósuna sem maður fær í bíó og er geggjað að hita hann og borða með tortilla flögum. Þó er alls ekki síðra að nota hann í matargerð því hann bakast og brúnast eins og ostur. Það er sem dæmi tilvalið að setja hann ofan á pizzu, nota hann í lasagna, setja hann á grillaðar samlokur eða bara nota hann í hvað sem er (allt er betra með osti). Ég skora á ykkur að prófa, þessi uppskrift mun koma ykkur á óvart.
Njótið vel,
Anna Rut.
ostur1
 ostur
ostur3

Vegan ostur úr kartöflum og gulrótum
2 bollar af kartöflum, afhýddar og skornar í bita
1 bolli gulrætur, skornar í bita
½ bolli soðið vatn
1/3 bolli matarolía, ég nota ólífuolíu
½ bolli næringarger, ég nota Engevita sem fæst í heilsuhorninu í Bónus
1 tsk maldon sjávarsalt
1 teningur af grænmetiskrafti, ég nota grænmetiskraft frá Rapunzel
Hnífsoddur af Cayenne pipar
Hnífsoddur af svörtum pipar
1 msk sítrónusafi

  1. Afhýðið kartöflurnar og flysjið gulræturnar ef þarf, skerið síðan í bita.
  2. Sjóðið kartöflu og gulrótarbitana þar til þeir eru mjúkir, sigtið þá og setjið í blandara.
  3. Setjið restina af innihaldsefnunum í blandarann og blandið mjög vel saman þar til blandan verður silkimjúk.
  4. Borðist strax heitur sem ostasósa eða notist í matargerð. Osturinn geymist í sirka viku í ísskáp.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.