Vegan ostar hafa reynst mis góðir og eiginlega leitun að almennilegum jurtaostum. Nú datt ég niður á þessar ostsneiðar, annars vegar með mexíkóbragði og hinsvegar Applewood sem er reykt útgáfa. Og ég er svo gapandi hissa, þeir bráðna ótrúlega vel og klumpast ekkert og bragðið er bara virkilega gott. Koma þvílíkt skemmtilega á óvart og...
Author: Valla (Valla )
Dýrindis gamaldags ömmusnúðar í útileguna
Þessi uppskrift er löngu orðin klassík en það er orðið talsvert langt síðan ég hef bakað þessa snúða. Þetta eru þessir harðari og geymast vel í loftþéttu boxi eru því tilvaldir í útileguna eða fótboltamótið. Það er alls ekkert verra að pensla smá súkkulaði yfir nokkra! Þeir eru frekar fljótlegir þar sem það þarf ekkert...
Truflað fajitas með tempura risarækjum, mango salsa og chipotle sýrðum rjóma
Það er eitthvað svo sumarlegt og ferskt við taco og fajitas. Það er líka eitthvað svo sérlega skemmtilegt við að bera þetta fram, hvort sem er fyrir fjölskylduna eða í matarboðum. Þá getur hver valið fyrir sig og stjórnað svolítið sínu. Ég er hér með djúpsteiktar risarækjur í tempura sem marineraðar eru í fajitast kryddblöndu....
Ofurhollt súpernachos hlaðið allskyns góðgæti
Súper nachos er eitthvað sem ég tengi við bistro kaffihúsin í gamla daga. Það var hægt að fá allskonar útgáfur af þessum rétti og yfirleitt voru það djúpsteiktar nachos flögur hlaðnar osti, salsa og allskyns gúmmelaði. Ég er búin að vera með einhverja nostalgíu cravings í svona flögur en ákvað að prófa að gera þennan...
Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríandersósu
Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir...
Hvítvínsrjómalagað tagliatelle með sveppum, timian & grilluðu grísakjöti
Ef þú vilt fá ekta veitingastaðarétt heima þá er þessi algjörlega málið. Fljótlegur og ljúffengur pastaréttur sem hefur þetta yfirbragð að það hafi verið haft mikið fyrir honum. Hvítvínið, sveppirnir og timian-ið á einstaklega vel við grillað grísakjötið frá Goða en það er einmitt með ítalskri parmesan kryddblöndu. Ég mæli með að bera þennan rétt...
Taílenskt regnbogasalat með trylltri dressingu
Þetta salat er svo dásamlegt, stútfullt af næringu og það er sérlega þægilegt að getað sleppt einhverjum af innihaldsefnunum eða skipt þeim út. Áherslan er lögð á sem flesta liti og dressingin setur punktinn yfir i-ið. Hún í senn sölt og sæt, ásamt því að hafa þetta unaðslega umami bragð. Ég nota rauða karrý maukið...
Rosalegur lúxusborgari með laukhringjum, beikoni og Dala hring
Hamborgarar hafa alltaf verið mitt allra mesta uppáhald og eitt sinn birtist við mig viðtal í tímaritinu Vikunni þar sem fyrirsögnin var „Vandræðalega veik fyrir hamborgurum“. Sönn saga! Þetta er bara svo fjölbreyttur matur og hamborgari og hamborgari er bara ekki það sama! Endalausir möguleikar í samsetningum og þetta þarf ekkert að vera næringarsnauð máltíð,...
Sumarleg hindberjaskyrterta með kremkexbotni, sítrónu og lime
Ef einhver eftirréttur eða kaka kemur með sólina þá er það þessi. Bragðgóð og fersk og passar sérlega vel á hvaða veisluborð sem er. Hindberin passa sérlega vel með sítrónu og lime og leynivopnið er klárlega hið klassíska kremkex frá Frón sem við þekkjum öll. Það passar einstaklega vel í ostaköku og skyrkökubotna eins og...
Frönsk pippsúkkulaðikaka með piparmyntukremi
Þessi kaka er löngu orðin klassík á mínu heimili enda miklir Pipp aðdáendur. Þetta er auðvitað í grunninn klassíska franska súkkulaðikakan sem við þekkjum flest en með smá tvisti. Ýmsar útgáfur af slíkum kökum og tertum eru til en þessi er mín uppáhalds. Hún er ægilega einföld og hægt að gera hana með fyrirvara þar...
Rice Krispies nammiterta með piparkúlum, Nóakroppi og lakkrískremi
Þessi kaka er ein sú rosalegasta í seinni tíð! Piparkúlurnar frá Nóa gegna hér veigamiklu hlutverki með Rice krispies morgunkorni en að viðbættum rjóma, Nóa kroppi og lakkrískremi verður þetta algjör bomba. Þessa þarf ekki að baka frekar en flestar Rice krispies kökur og er því fljótleg og þægileg. Hún passar sérlega vel á veisluborðið...
Dúnmjúk súkkulaðikaka með súkkulaðiganache & kókos
Þessi uppskrift er svo ótrúlega einföld og þægileg að það jaðrar við töfra. Því útkoman er ein sú allra besta. Ég nota hér einungis lífræn hráefni en kakan er svo einnig vegan. Það er mjög líklega ástæðan fyrir því hversu góð hún er. Gæða hráefni og útkoman getur hreint ekki klikkað. Þessi kaka hefur algerlega...
Grillaðar grísahnakkasneiðar með kaldri piri piri sósu, grilluðum aspas & ávaxtasalati
Grísakjöt og ávextir passa svo vel saman og hér er ég með bragðmikla kalda piri piri sósu og grillaðan aspas með. Þetta er alveg ótrúlega einföld eldamennska og ég held að ég hafi átt hraðamet í eldamennsku kvöldsins. Grísasneiðarnar taka örskamma stund á grillinu enda beinlausar og tilbúnar beint úr pakkningunni. Meðlætið er sérlega einfalt...
Kolagrillað lamba prime með grísku salati og myntu chimichurri
Nú er sko sumarið komið og þá skal grillað! Lamba prime-ið frá Goða er alveg framúrskarandi gott, lungamjúkt og hvítlauks og rósmarín marineringin passar sérlega vel við. Ef þið komið því við mæli ég með því að kolagrilla það en það færir lambið upp á eitthvert æðra stig! Ferskt salat með ólífum, feta, rauðlauk, tómötum...
Ljúffeng hafrastykki með dökku súkkulaði & hnetusmjöri
Nú eru mörg farin af stað aftur í fjallgöngur og ýmis konar útivist. Þá er algjörlega lífsnauðsynlegt að vera vel nestuð og vera með nóg af góðri næringu sem gefur mikla orku. Þessi stykki hafa verið gerð á mínu heimili í mörg ár en upphaflega birtist þessi uppskrift á gamla blogginu mínu fyrir heilum 9...
Ljúffengar & litríkar vegan bruschettur á tvenna vegu
Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur...
Heit tacoídýfa með cheddar, spínati & mexíkóskum kryddosti
Já halló! Eurovison tímabilið hafið og þessi ídýfa er nákvæmlega það sem þú þarft í partýið. Ótrúlega einfalt að henda henni saman og hita upp í ofninum. Svo má bara dýfa hversu sem ykkur dettur í hug í fatið. Ídýfan samanstendur af allskonar dásamlegum ostum, kryddum og söxuðu spínati sem gerir svo mikið! Hér nota...
Bragðmikill vegan borgari með nachos, mexíkóskum osti og sriracha mayo
Nei sko halló! Þessi borgari er algjörlega truflaður, bragðmikill, ferskur, með fersku grænmeti, krönsi og þeim allra besta vegan osti sem ég hef smakkað. Vegan Mexicana slices vegan osturinn bráðnar mjög vel og hentar því sérlega vel í grillaðar samlokur, hamborgara, á pítsur eða ofnrétti. Ég ákvað að nota hann hérna á borgara því það...
- 1
- 2