Matarklúbbur
Ég veit hvað verður í matinn!
Hver kannast ekki við að vera staddur sársvangur í matvöruverslun eftir langan vinnudag, jafnvel með svöng börn í eftirdragi, algjörlega snauð um hvað eigi að vera í kvöldmatinn.
Í þessu ástandi endum við oftast á því að eyða um efni fram, kaupa óhollari mat og ásamt því auka líkurnar á matarsóun.
En þetta þarf ekki að vera svona….
Matarklúbbur GRGS
“Ég veit hvað verður í matinn” er matarklúbbur GRGS sem er ætlaður þeim sem vilja bæta skipulagið í innkaupum, spara pening og minnka tímann sem fer í að undirbúa matarinnkaup.
Meðlimir klúbbsins fá frábærar uppskriftir í hverri viku og góð ráð um hvernig megi draga úr kostnaði við matarinnkaup, minnka matarsóun, borða hollari mat, ásamt því að fá uppskriftir að fljótlegum og fjölbreyttum kvöldmat.
Hvernig virkar þetta?
Fyrirkomulagið virkar þannig að þið skráið ykkur í matarklúbbinn með því að ýta á hnappinn hér að neðan. Verðið er einungis 990 kr á mánuði. Alla fimmtudaga berst síðan ykkur tölvupóstur frá matarklúbbnum sem gefur ykkur góðan tíma til að skipuleggja komandi viku.
Hvað er innifalið?
- 5 uppskriftir í hverri viku að einföldum og staðgóðum kvöldmat.
- Helgaruppskrift með tillögu að köku, brauði eða girnilegum eftirrétt.
- Tilboð í matartengdar verslanir.
- Nýjustu fréttir af matar- og víntengdum viðburðum.
Í augnablikinu er ekki hægt að ganga í áskrift