Um helgar er tilvalin að skella í smá bakstur til að njóta í rólegheitum með fjölskyldunni. Svo ég tali nú ekki um þegar veður hefur verið í verri kantinum og varla hundi út sigandi. Þessi horn eru algjörlega himnesk og henta alveg sérlega vel með góðum kaffibolla. Ég nota suðusúkkulaðið með karamellukurli og sjávarsalti frá...
Recipe Tag: <span>bakstur</span>
Danskar mokkakökur með ljósu súkkulaði og söxuðum heslihnetum
Grunnurinn af þessum dásamlegu kökum er uppskrift af klassískum dönskum smjörkökum sem mörg okkar þekkja í ljósri útgáfu. Þessi útgáfa er jafn silkimjúk en með dásamlegu mokkabragði, þar sem kakóið frá Nóa Síríus og kaffi leika aðalhlutverkið. Ég dýfi þeim svo í hvítt súkkulaði en það er einnig himneskt að nota rjómasúkkulaði eða jafnvel Karamellu...
Sígildar kókosmakkarónur með dökku súkkulaði
Þessi uppskrift er löngu orðin sígild og ber með sér keim af smávegis nostalgíu. Hér nota ég einungis örfá lífræn hráefni og eru kókosmakkarónurnar einnig glútenlausar. Það er sérlega fljótlegt að útbúa þessar makkarónur og 85% súkkulaðið frá Rapunzel setur alveg punktinn yfir i-ið. Þær geymast vel og því má alveg gera þær með góðum...
Stökkar kókos- og hafrasmákökur
Þessar smákökur elska börnin mín að gera því þær eru ofureinfaldar í gerð og ó-svo- bragðgóðar!
Ólýsanlega gott súkkulaðibananabrauð
Þessi uppskrift er tileinkuð öllum vel þroskuðu bönununum sem bíða óþreyjufullir eftir því að breytast í gott bananabrauð. Ekki láta þá bíða lengur.
Haustlegar bláberjaskonsur með ekta vanillu
Já ég segi það bara, haustið er handan við hornið og nóg af bláberjum að fá þetta árið. Allavega á vissum svæðum landsins. Þessar skonsur eru dásamlegar á bragðið og alveg tilvalið að nota íslensk nýtínd bláber í þær. Ég átti því miður bara erlend en það kemur klárlega ekki að sök. Skonsurnar eru vegan...
Guðdómlegar og gómsætar einfaldar ostabrauðbollur
Þessar bollur eru bara með þeim allra einföldustu og ég baka þær mjög reglulega. Þær eru vegan og henta því mjög mörgum með ýmis konar óþol og ofnæmi. Þær eru alveg dásamlegar á morgunverðarborðið, brunchinn, í nestisboxið og svo frystast þær líka mjög vel. Uppskriftin er miðlungs stór myndi ég segja og gera 28-30 stk....
Rababara og jarðaberjabaka með haframulningi og marengs
Nú er tilvalið að nýta rababarann í eitthvað geggjað - eins og þessa köku.
Möndlu- og sítrónukaka með vanillu rjómakremi og ferskum berjum
Þessi kaka er alveg stórgóð og sérlega einföld. Hún er vegan og það þarf engin flókin áhöld eða tæki til þess að græja hana. Hún er létt í sér og ég get svo svarið það að það er smá vor í henni. Oatly visp hafrarjóminn setur bókstaflega punktinn yfir i-ið og fer sérlega með ljósum...
Rice Krispies kaka með karamellu, þeyttum rjóma og ferskum jarðaberjum
Strákarnir mínir elska þessa köku en þessi uppskrift er sjúklega einföld og því tilvalin fyrir litla bakara.