Gerir 5 litlar pönnukökur
Recipe Tag: <span>bananar</span>
Banoffee marengsbomba á þremum hæðum
Ein af mínum uppáhalds kökum eða eftirréttum er Banoffee pie. Það er dásamleg blanda af kexbotni, karamellu, þeyttum rjóma, bönunum og smá rifið súkkulaði á toppinn. Mig langaði að prófa að gera einhvers konar marengsútgáfu af því og heppnaðist hún ótrúlega vel. Passar sérlega vel á veisluborðið og nú þegar páskarnir eru framundan og fermingar...
Hafra & Bananamúffur með stökkum kanilmulningi
Þegar maður á þreytta banana er nærtækast að baka bananabrauð og geri ég mikið af því. Hinsvegar finnst mér líka alveg frábært að gera allskonar múffur og þessar eru að mínu mati þær allra bestu. Það eru hafrar í kökunum sjálfum en kanilmulningurinn á toppnum er það sem slær allt út. Þessar kláruðust á núlleinni...
Bananakaka með valhnetum og súkkulaði
Ég hef alltaf verið hrifin af öllum bakstri sem inniheldur banana. Hvort sem það eru hollari kökur og brauð eða eitthvað dísætt. Þessi kaka er nú ekki beint í hollari kantinum enda þarf það ekkert alltaf að vera þannig. Ég nota í hana gríska jógúrt frá Örnu en við það verður hún alveg einstaklega mjúk....
Vegan heilhveitimúffur með bönunum og valhnetum
Nú þegar Veganúar er að klárast er ekki úr vegi að enda hann með stæl. Það verður æ algengara að baka vegan bakkelsi því það er í raun sáraeinfalt að skipta út hráefnum eða jafnvel bara sleppa með góðum árangri. Þessar múffur eru einstaklega mjúkar og bragðgóðar og þær eru án allra dýraafurða. Þær henta...
Suðræn Kólibríkaka með ananas, bönunum og pekanhnetum
Þessi kaka er virkilega bragðgóð, falleg og djúsí. Minnir pínu á gulrótarköku en samt ekki…
Bananabrauð með ferskum bláberjum
Þetta bananabrauð er saðsamt og næringarríkt. Döðlusírópið færir því smá karamellukeim en bláberin koma með smá sýru á móti sætunni í bönununum. Fullkomið í helgarbaksturinn.
Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með chilí rjómasósu, banana sneiðum og stökku beikoni
Þetta er kjúklingarétturinn með sérstaka nafnið en hann nefnist Fljúgandi Jakob. Sagan segir að heiðurinn af þessum rétti hafi sænskur maður að nafni Jacobsson átt sem hafi unnið í flugbransanum og þaðan sé þetta skemmtilega nafn komið.
Hvað sem því líður þá er fljúgandi Jakob frábær kjúklingaréttur sem inniheldur dásamlega chilí rjómasósu, beikon og banana. Látið það óvenjulega hráefni ekki hræða ykkur því bananinn kemur með smá sætu án þess að vera afgerandi og setur hér punktinn yfir i-ið. Njótið vel!